Aðventustjakinn frá Kähler klikkar ekki

Hafdís Hilmarsdóttir ásamt dóttur sinni.
Hafdís Hilmarsdóttir ásamt dóttur sinni. mbl.is

Hafdís Hilmarsdóttir notaðist við Illumina-stjakann frá Kähler þegar hún setti saman aðventukransinn sinn. „Hann er auðvelt að skreyta eftir eigin höfði,“ segir Hafdís, sem skreytti kransinn meðal annars með þykkblöðungum og könglum. 

Aðventukransinn hennar Hafdísar er stílhreinn og fallegur.
Aðventukransinn hennar Hafdísar er stílhreinn og fallegur. mbl.is
Þar sem ég er mikil plöntukona ákvað ég að skreyta stjakann með litlum þykkblöðungum sem ég raðaði á til að byrja með. Síðan fyllti ég upp í stjakann með hreindýramosa og skreytti að lokum með nokkrum könglum. Gráu kertin finnst mér svo passa vel við náttúrulega þemað í kransinum,“ útskýrir Hafdís sem hefur notað aðventustjakann frá Kähler síðustu fern jól en hún hefur alltaf skreytt hann á ólíkan hátt fyrir hver jól. „Hráefnið sem ég notaði er auðveldlega hægt að fá úr náttúrunni, fyrir utan þykkblöðungana sem fást í blómabúðum. En þar sem að ég var svolítið á síðustu stundu að útbúa kransinn þá keypti ég allt hráefnið í næstu matvörubúð hér í Danmörku.“

Heldur öllu skrauti í lágmarki

Hafdís segir stíl sinn vera mínimalískan og einkennast af skandinavískum straumum „Ég held litum í lágmarki og er mikið fyrir plöntur og hluti sem minna á náttúruna. Þannig að kransinn í ár er alveg í takt við minn stíl. Ég hef aldrei verið mikið jólabarn þó að mér finnist auðvitað gaman á jólunum með fjölskyldunni. Ég held t.d. jólaskrauti í lágmarki og kaupi mér bara tilbúnar smákökur ef mig langar í þær,“ segir hún að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál