Lækna Tómas fékk hund í jólagjöf

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fékk geltandi jólagjöf.
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fékk geltandi jólagjöf. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tómas Guðbjartsson var ekki sérlega ánægður þegar honum var færður hundur í jólagjöf. Hann skilaði jólagjöfinni. 

Tómas með geltandi jólagjöfina sem hann skilaði.
Tómas með geltandi jólagjöfina sem hann skilaði.

„Þeir sem þekkja mig vita að ég hef allt tíð verið frekar smeykur við hunda. Af hverju veit ég ekki - en það er staðreynd að hundum finnst ég spennandi - án þess að það sé endilega endurgoldið. Bræðrum konu minnar, sem voru boðnir til okkar á aðfangadag, fannst tilvalið að bregða á leik og gefa mér óvænta jólagjöf. Mættu þeir með risastóran pakka sem ég hélt að væri húsgagn eða nýtt útigrill. Í staðinn reyndist pakkinn innihalda hundabúr og í honum hundurinn Píla, sem beið þar grafkjurr. Einnig fylgdi jólakort utan á búrinu. Mér varð ótrúlega brugðið - sem vakti mikla kátínu annarra fjölskyldumeðlima. Eftir að hafa knúsað hundinn, og tekið mynd af því (mjög stutt móment), tókst mér loks að lokka hann aftur inn í búrið sitt. Ákvað síðan að gefa hann aftur til fyrrum eiganda síns. Ég fór því ekki í hundana um þess jól - og get staðfest að ég er ekki læknaður af hundahræðslu,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál