Völundur Snær vinnur gullverðlaun í Kína

Völundur Snær Völundarson.
Völundur Snær Völundarson.

Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er staddur í Kína þar sem hann keppti í gær í matreiðslukeppninni Yi Yin Cup. Hann hlaut fyrstu verðlaun í erlendu keppninni.

Keppt var í liða- og einstaklingskeppni og hlaut Völundur fyrstu verðlaun í þeirri síðarnefndu.

Keppnin fer fram árlega en var í fyrsta skipti opin erlendum matreiðslumönnum, en alls kepptu tvö þúsund kínverskir kokkar í innlendu keppninni og tvö hundruð í þeirri erlendu.

Margir af fremstu og þekktustu matreiðslumönnum heims tóku þátt í keppninni. Franska liðinu stýrði matreiðslumaðurinn Cyril Rouquet, sem er kynnir í þáttunum Top Chef.

Keppnin fór fram á ólympíuleikvanginum í Peking og var hluti af sýningu en að baki henni standa kínversk stjórnvöld og kínverskar matarsjónvarpsstöðvar. Markmiðið er að fá kínverska matarmenningu skráða á heimsminjaskrá UNESCO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert