Ítölsk grænmetissúpa

Klassísk ítölsk grænmetissúpa með baunum þar sem að pancetta og fennel gefa aukna dýpt og bragð. Þetta er matarmikil og góð vetrarsúpa.

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 lítri kjúklingasoð (vatn og kraftur)
  • 75 g Pancetta, skorið í teninga
  • 1 dós Canellini baunir
  • 2 gulrætur, skornar í teninga
  • 2 stönglar sellerí, skornir í teninga
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 4-6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 lítil dós tómatapúrra
  • 1 msk fennelfræ
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/2 tsk chiliflögur

Skerið Pancetta í litla teninga. Hitið 1 msk olíu í potti og steikið pancetta-teningana þar til að þeir byrja að verða stökkir. Skerið niður skalottulauk, gulrætur og sellerí og bætið út í. Mýkið í svona 5 mínútur og bætið þá hvítlauk og kryddum saman við, fennelfræjum, chili og lárviðarlaufi. Hrærið vel saman við í 2-3 mínútur og bætið síðan tómatapúrrunni út í.

Hellið nú kjúklingasoðinu og tómötunumí pottinn. Leyfið suðu að koma og látið malla á miðlungshita í um klukkutund. Bætið þá baunuum saman við og bragðið til með salti og pipar.

Það er gott að bæta við smá ferskum kryddjurtum þegar að súpan er borin fram, t.d. basil. Sömuleiðis má rífa smá parmesan eða pecorino og bæta út í súpuna.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert