Súperhollt orkunammi

Orkunammi.
Orkunammi. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Sælgæti verður miklu hollara ef það er gert heima í eldhúsi - ekki í einhverri verksmiðju úti í heimi. Hér gefur Berglind Guðmundsdóttir uppskrift að dásamlegu gotteríi sem fljótlegt er að útbúa. Hún birti uppskriftina á bloggsíðu sinni, Gulur, rauður, grænn og salt. 


14 stk.
100 g tröllahafrar
50 g dökkt súkkulaði, saxað
50 g rúsínur
50 g steinlausar döðlur, saxaðar
25 g möndlur
100 g hunang
30 g síróp

Aðferð: 

  1. Blandið tröllahöfrum, súkkulaði, rúsínum, döðlum og möndlum saman í skál.
  2. Mýkið hunang og síróp á pönnu og blandið haframjölsblöndunni saman við  og ristið í smástund. Hrærið vel í blöndunni. Takið pönnuna af hitanum og mótið í 14 múslístykki og látið þau á smjörpappír.
  3. Bakið við 180°c í 10 mínútur, fylgist vel með og varist að þetta brenni. Kælið á bökunarplötunni.
Girnilegt er þetta.
Girnilegt er þetta. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert