Marenskaka með ávaxtarjóma og karamellusúkkulaðikremi

Þessi er súpergirnileg.
Þessi er súpergirnileg. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt bakaði dásamlega marenstertu á dögunum. 


Botnar
4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
50 g Rice Krispies

Aðferð: 

  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða. Bætið þá sykri og púðursykri smátt og smátt saman við. Haldið áfram að þeyta vel og lengi þar til eggjahvíturnar eru orðnar vel stífar.
  2. Teiknið tvo 22 cm botna á smjörpappír og látið marensinn þangað. Bakið í 60 mínútur við 130°c.

Rjómafylling
5 dl rjómi
120 g bláber
250 g jarðarber, skorin í sneiðar

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og bætið ávöxtunum varlega saman við með sleif. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir setjið þá ávaxtarjómann á.

Karamellusúkkulaðikrem
200 g karamellufyllt súkkulaði (t.d. Rolo)
50 g suðusúkkulaði

Aðferð: 

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þynnið með smárjóma. Hellið síðan þessu súkkulaðikaramellukremi yfir kökuna. Skreytið með berjum.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert