Bakaðu Silvíuköku um páskana

Silvíukaka er girnileg og sérlega páskaleg.
Silvíukaka er girnileg og sérlega páskaleg. Ljósmynd/Svava

Matarbloggarinn Svava á Ljúfmeti.com bakar dásamlega Silvíuköku sem er svo sannarlega viðeigandi á veisluborð páskanna. 

Silvíukaka

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft

Glassúr

  • 75 g smjör
  • 1 dl sykur (eða flórsykur)
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 1 eggjarauða
  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til það er létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.

Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert