Súkkulaði pannacotta með hindberjacoulis

Girnilegur eftirréttur.
Girnilegur eftirréttur. Ljósmynd/Ragnar Freyr

Ragnar Freyr Ingvarsson, <a href="/smartland/pistlar/ragnarfreyr/1382751/">Læknirinn í eldhúsinu</a>, útbjó girnilegan desert sem bráðnar í munninum. 

Fyrir sex

200 g súkkulaði

5 dl rjómi

3 dl nýmjólk

1 vanillustöng

150 g sykur

5 gelatínblöð

1. Bræðið súkkulaðið í potti.

2. Hellið rjómanum, mjólkinni og sykrinum samanvið og blandið vel saman.

3. Skerið vanillustöngina eftir miðjunni og skafið vanillufræin út með hníf og setjið saman við súkkulaðimjólkina ásamt sjálfri vanillustönginni. Hitið að suðu.

5. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og látið liggja þar þangað til að suðan er komin upp á súkkulaðimjólkinni.

6. Þegar suðan er komin upp, takið þið pottinn af hitanum og látið kólna í nokkrar mínútur.

7. Takið gelatínblöðin upp úr vatninu og kreistið vatnið úr þeim áður en þeim er svo blandað saman við súkkulaðimjólkina.

8. Hellið súkkulaðimjólkinni í ákjósanleg form.

<a href="http://3.bp.blogspot.com/-dcpPbWLz2T8/U1vR46qv6ZI/AAAAAAAAK4Q/Rd0jGb2F-Zs/s1600/DSC_0979.JPG"><img border="0" height="426" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F3.bp.blogspot.com%2F-dcpPbWLz2T8%2FU1vR46qv6ZI%2FAAAAAAAAK4Q%2FRd0jGb2F-Zs%2Fs1600%2FDSC_0979.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a>

Hindberjacoulis

Coulis er tegund af ávaxta- (eða grænmetis) sósu sem er gerð er úr maukuðum ávöxtum sem er síðan þrýst í gegnum sigti til að fjarlægja öll fræ og misfellur. Niðurstaðan er þykk og glansandi sósa sem er sérstaklega ljúffeng.

250 gr frosin hindber

175 gr sykur

200 ml vatn

1. Setjið berin, sykurinn og vatnið saman í pott og hitið að suðu.

2. Lækkið undir og látið krauma og leyfið sósunni að sjóða niður um þriðjung.

3. Hellið sósunni í gegnum sigti og kælið niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert