Kjúklingur og ostatortellini með grænkáli og pestói

Pestó

1 poki vatnakarsi eða klettakál
2 hvítlauksgeirar
2 msk. furuhnetur
2 msk. parmesanostur, rifinn
2 msk. ljóst edik
2 msk. sítrónusafi
2 msk. sykur eða hunang
1 dl olía
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.
2 msk. olía
4 kjúklingabringur, skornar í 2 x 2 cm bita
20 snjóbaunir
½ kúrbítur í bitum
1 poki grænkál, rifið í bita
1 dl kasjúhnetur
1 poki tortellini með osti frá Barilla, soðið í 11 mínútur
Salt og nýmalaður pipar

Hitið olíu á stórri pönnu og steikið kjúklinginn í 4-6 mínútur. Bætið þá snjóbaunum og kúrbít á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Steikið í 5 mínútur í viðbót eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Þá er grænkáli, kasjúhnetum, tortellini og pestóinu bætt á pönnuna og blandað vel saman. Berið strax fram með góðu brauði.

Uppskrift að rétti tvö.

Tandoori-kjúklingalundir með hrísgrjónum og naan-brauði

Hráefni

Tveir bakkar af Holta kjúklingalundum, um 1,2 kg
Tandoori-marinering
1 krukka af tandoori-sósu, 180 ml
180 ml AB-mjólk
3 tsk. engiferduft
3 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. chili-duft
2 tsk. chili-mauk
1 tsk. rauður matarlitur
2 tsk. sykur
3 tsk. kókos

Látið marinerast í um 12 tíma

Eldað í ofni á 250°C í um 12 mín.

Gúrkusósa

Hálf gúrka skorin smátt og sett í 350 ml af AB-mjólk
Hrísgrjón
2 pokar hrísgrjón
1 búnt vorlaukur
1 stk. ferskt chili
2 kínverskir hvítlaukar

Hrísgrjón soðin og látin standa. Laukurinn og chili steikt á pönnu og svo eru hrísgrjónin sett saman við. Naan-brauð sett í ofninn og hitað samkvæmt leiðbeiningum.

Uppskrift: holta.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert