Kjúklingaréttur með pestó, döðlum og fetaosti

Girnilegur kjúklingur sem hentar fyrir alla fjölskylduna.
Girnilegur kjúklingur sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt, útbjó girnilegan kjúklingarétt með döðlum og fetaosti.

Uppskriftin er fyrir 6-8


6 kjúklingabringur, skornar í 2-3 bita
2 krukkur rautt pestó frá Sacla
Einn bolli döðlur, gróft saxaðar
Einn bolli svartar ólífur, gróft saxaðar
Ein krukka fetaostur og smá olía af fetaostinum
Hlynsýróp

  1. Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. Gott er að setja smá hlynsíróp yfir réttinn.
  2. Setjið í 200 °C heitan ofn í 25-30 mínútur.

Þetta er stór uppskrift og auðvelt að helminga hana fyrir minni fjölskyldur. Annars er voða gott að eiga afgang.

Kjúklingur með döðlum og fetaosti.
Kjúklingur með döðlum og fetaosti. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert