Hamborgari “Caprese”

Caprese eða salat að hætti íbúa Capri er líklega þekktasta salat Ítala og óhemju vinsælt um allan heim. Samsetningin er sáraeinföld, tómatar, mozzarella, basil og ólífuolía. Uppskrift að klassísku Caprese finnið þið hér:

Það myndi líklega engum nema Bandaríkjamönnum detta það í hug að breyta þessu salati í hamborgara en það hefur engu að síður gert og eru Caprese-borgarar til í margvíslegum útgáfum. Hér er okkar tilbrigði við þetta stef.

Byrjið á því að móta hamborgarana. Það þarf gott hakk, gott sjávarsalt, nýmulinn pipar og auðvitað ferskan Mozzarella. Ferskur Mozzarella er til hér á landi í tveimur útgáfum. Hægt er að fá eina stærri kúlu sem tilvalið er að skera í sneiðar, eða poka með nokkrum minni kúlum.

Blandið hakki og kryddum varlega saman. Mótið hamborgarana utan um 1-2 litlar Mozzarella-kúlur. Auðvitað verða þeir ekki alveg flatir. Grillið hamborgarna og látið þá síðan standa aðeins undir loki á grillinu til að tryggt sé að osturinn innan í þeim byrji að bráðna.

Það er líka hægt að grilla hamborgana og skera síðan sneið af stærri Mozzaellakúlu og láta hana mýkjast/bráðna ofan á borgaranum.

Notið góð hamborgarabrauð. Uppskrift af klassískum hamborgarabrauðum finnið þið hér og uppskrift af mexíkóskum Cemitas-brauðum er hér.

Hamborgarasósan þarf auðvitað að byggja á basil og ólífuolíu. Og hvað þýðir það? Jú auðvitað pestó. Það er hægt að nota pestó en við mælum með pestómajonessi þar sem heimagerðu pestó er blandað saman í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum (hafið magnið af pestói aðeins meira) við heimagert majonnes.

Uppskrift af heimagerðu pestó er hér.

Uppskrift af heimagerðu majonnesi er hér. 

IMG 9972 200x200c Hamborgari Caprese

Og þá er bara að útbúa hamborgarann. Smyrjið brauðið með pestómajonnesi. Setjið borgarann ofan á, þá niðursneidda tómata og loks aðeins meira af sósunni.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka