Verðlauna grænkálspestó

Dásamlegt grænkálspestó.
Dásamlegt grænkálspestó. Ljósmynd/Úr einkasafni

Karen Lind Ólafsdóttir sigraði á síðasta ári í tveimur flokkum í krukkukeppni sem fram fer á Írskum dögum á Akranesi, með rauðrófuhummus og grænkálspestó.

Hátíðin verður haldin þetta árið 3-6. júlí, en laugardaginn, 5. júlí, er keppt er í krukkukeppninni í flokkunum ömmusultan, appelsínugulasta sultan, frumlegasta meðlætið í krukku og ferskasta chutneyið og eru matgæðingar sérstaklega hvattir til að mæta og spreyta sig.

Meðfylgjandi er verðlaunauppskrift Karenar Lindar frá því í fyrra af grænkálspestói.

Þetta pestó er örlítið rammara á bragðið en það hefðbundna vegna grænkálsins. En dásamlega bragðgott og hollt. Ljúffengt ofan á hrökkkex, sem meðlæti með kjöti eða bara eintómt!

1 búnt lífrænt grænkál frá Sólheimum (má vera spínat)

2 hvítlauksgeirar

100 g kasjúhnetur

4 msk. parmesen

1 lúka steinselja

1 lúka basilíka

3 dl kaldpressuð ólívuolía frá Kaja organic

1/2 tsk. salt

smá pipar

Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.

Nánari upplýsingar er að finna í dagskrá Írskra daga HÉR

Verðlaunahafar síðasta árs, Karen Lind Ólafsdóttir, er lengst til hægri …
Verðlaunahafar síðasta árs, Karen Lind Ólafsdóttir, er lengst til hægri á myndinni. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert