Gómsætt döðlubrauð

Girnilegt döðlubrauð.
Girnilegt döðlubrauð. Ljósmynd/Matargleði

Döðlubrauð er alltaf jafn gott með kaffinu eða seint á kvöldin eftir kvöldmat. Matarbloggarinn Halldóra Sigríður er með auðvelda og bragðgóða uppskrift að döðlubrauði.

3 dl döðlur
2 dl vatn
1 egg
3/4 dl púðursykur
5 dl mjöl að eigin vali (ég notaði 2 dl hveiti, 1 dl gróft spelt, 1 dl haframjöl og 1 dl rúgmjöl).
1 tsk. salt
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
1 dl mjólk

Döðlur og vatn er sett saman í pott og soðið í þykkt mauk. Egg og púðursykur þeytt saman þar til blandan verður ljós og létt. Öllum þurrefnunum blandað saman í aðra skál.

Eggjablöndunni, þurrefnunum og döðlumaukinu er hrært saman og mjólkinni bætt við.

Deigið er sett í jólakökuform og bakað við 190 gráður á celcius í um 35 mínútur. Það þarf samt að fylgjast vel með því að brauðið verði ekki of dökkt að ofan og ég setti álpappír ofaná formið síðustu 10 mínúturnar til að koma í veg fyrir það.

Svo er bara að bíða rólegur eftir að brauðið bakist og háma það síðan í sig með nógu af smjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert