Mínútusteik að asískum hætti

Girnileg mínútusteik.
Girnileg mínútusteik. Gulur Rauður Grænn og Salt

Gulur Rauður Grænn og Salt er með æðislega marineringu fyrir mínútusteik sem samanstendur af sesamolíu, sojasósu og hvítlauk. Sumarlegt, fljótlegt og ótrúlega gott!

Uppskriftin hér að neðan er fyrir fjóra til sex manns.

Þetta þarftu í uppskriftina:
800–1.000 g mínútusteik frá Kjarnafæði
120 ml sojasósa
1 msk. sesamolía
5 msk. sykur
5 msk. sérrí
4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk. hvítvínsedik
2 msk. sesamfræ, ristuð
1 búnt vorlaukur
salt
pipar

Gerið marineringuna með því að blanda saman sojasósu, sesamolíu, sykri, 2 1/2 msk. sérrí, hvítlauk, 1/4 tsk. salt og1 tsk. pipar og láta leysast upp. Takið 120 ml af marineringunni til hliðar fyrir sósuna.

Setjið kjötið í plastpoka með rennilás og setjið afganginn af marineringunni þar í. Tæmið pokann af lofti og lokið og geymið við stofuhita að lágmarki í 1 klukkustund.

Gerið sósuna með því að bæta hvítvínsediki og 2 msk. af sérríi saman við marineringuna sem tekin var til hliðar.

Grillið kjötið við meðalhita, steikingartími að smekk hvers og eins. Takið af grillinu og látið standa í nokkrar mínútur.

Saxið vorlaukinn og blandið 2 tsk. af olíu, 1/2. tsk af salti og 1/2. tsk af pipar saman við. Mýkið vorlaukinn á grillinu í 2-3 mínútur.

Skerið kjötið í þunnar sneiðar og berið fram með sósu, vorlauk og sesamfræjum.

Látið kjötið liggja í marineringunni í dágóðan tíma.
Látið kjötið liggja í marineringunni í dágóðan tíma. Ljósmynd/Gulur Rauður Grænn og Salt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert