Núðlur í hnetusmjörs- og hunangssósu

Hnetusmjörs- og hunangsnúðlur með grænmeti og kjúkling.
Hnetusmjörs- og hunangsnúðlur með grænmeti og kjúkling. Ljósmynd/Gulur Rauður Grænn og Salt

Tilvalið er að henda í núðlur þegar maður vill elda eitthvað fljótlegt og gott. Það eina sem þarf í góðan núðlurétt er kjöt, gott grænmeti, núðlur og sósa að eigin vali og hér eru Gulur rauður grænn og salt með æðislega góða uppskrift af núðlum í hnetusmjörs- og hunangssósu.

Þetta fer í uppskriftina:

120 ml kjúklingasoð
8 g engiferrót, rifin
45 ml sojasósa, t.d. frá Blue Dragon
50 g hnetusmjör
20 ml hunang
10 g chilipaste, t.d. frá Blue Dragon
3 hvítlauksrif, pressuð
250 g eggjanúðlur, t.d. frá Blue Dragon
1 búnt vorlaukur, saxaður
30 g salthnetur, saxaðar

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.

Setjið kjúklingasoð, engifer, sojasósu, hnetusmjör, hunang, chilimauk og hvítlauk saman í pott. Hitið þar til hnetusmjörið hefur bráðnað og blandan er orðin heit. Bætið þá núðlunum saman við og blandið vel saman. Stráið vorlauk og salthnetum yfir allt.

Auðvelt og gott!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert