Kokteill helgarinnar

Ljósmynd/Slippbarinn
<div><span><span>Ekki vita allir að á Slippbarnum er ekki aðeins boðið upp á metnaðarfulla kokteila, heldur er einnig matur framleiddur af meistarakokkum á staðnum. Í sumar var fyrsta Pop-Up kvöld staðarins haldið, en á viðburðinum gátu gestir bragðað á vinsælustu réttum staðarins og svolgrað þeim niður með bragðgóðum og öðruvísi kokteilum sem voru framreiddir af Ásgeiri Má Björnssyni. </span></span></div><div><span><span>Fyrirhugað er að halda fleiri slík kvöld með haustinu, en fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna er meðfylgjandi uppskrift af einum af þeim kokteilum sem Ásgeir Már blandaði saman á síðasta Pop-Up viðburði Slippbarsins.</span></span></div><div><strong>21st century</strong></div> <span><span><span><span> </span></span></span></span> <span><span><span><span>45 ml Ocho „el refugio“ tequila</span></span></span></span> <span><span><span><span>30 ml kakó og birki líkjör</span></span></span></span> <span><span><span><span>25 ml ferskur sítrónusafi</span></span></span></span> <span><span><span><span>3 ml pernod</span></span></span></span> <span><span><span><span> </span></span></span></span> <span><span><span><span>Allt hrist saman ísinn síaður frá í kælt kokteilglas skreytt með anis stjörnu sem er látin fljóta á toppnum.</span></span></span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert