Tacoterta

Tacotertan er öðruvísi og spennandi leið til að nota tortilla-pönnukökur og taco-sósu. Þetta er réttur sem er tilvalin á föstudagi og mun sömuleiðis alveg örugglega slá í gegn í saumaklúbbnum.

  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 1 bréf Taco-kryddblanda
  • 1 dós af Taco-sósu
  • 1 dl vatn
  •  1 paprika, skorin þunnar sneiðar
  • 1 poki rifinn Gratínostur
  • 8 tortillapönnukökur

Ostasósa

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 200 g Philadelphia-ostur
  • salt og pipar

Hitið olíu á pönnu. Byrjið á því að mýkja laukinn. Bætið kjötinu út á. Hækkið aðeins hitann og brúnið kjötið. Kryddið með Taco-kryddinu og bætið vatninu út á. Sjóðið vatnið aðeins niður.

Blandið sýrða rjómanum, Philadelphia-osti og pressuðum hvítlauk saman í skál. Bragðið til með salti og pipar.

Setjið nú fyrstu Tortilla-pönnukökuna í smelliform. Það er auðvitað líka hægt að gera þetta beint á bökunarplötu en þægilegra að gera í formi til að halda “tertunni” stöðugri. Smyrjið næst kjötblöndu á pönnukökuna. Setjið aðra pönnuköku yfir og smyrjið með ostablöndu og raðið þunnum paprikusneiðum á. Og svo koll af kolli þar til allar pönnukökurnar eru búnar. Smyrijð ostablöndu ofan á, sáldrið vel af rifnum osti yfir og raðið nokkrum paprikusneiðum á.

Bakið í ofni við 225 gráður í 20 mínútur.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert