Kjúklingur í appelsínukarrýsósu

Kjúklingur í karrý hefur löngum verið vinsæll. Hér er á ferðinni svolítið öðruvísi karrýsósa, full af spennandi framandi kryddum og með ferskum appelsínusafa og grísku jógúrti.

  • 1 heill kjúklingur, bútaður niður
  • 1 dós grísk jógúrt
  • pressaður safi úr 3 appelsínum (eða rúmir 2 dl af góðum safa)
  • 1 msk karrý
  • 1 msk fennel
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 væn tsk kóríanderfræ
  • 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir eða grófsaxaðir
  • 1 msk akasíuhunang
  • 2 msk ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið kjúklinginn niður í 6 bita.

Myljið fennel og kóríanderfræ í morteli. Blandið saman við önnur hráefni. Setjið kjúklingabitana í ofnfast fast og hellið marineringunni yfir. Veltið bitana upp úr þannig að hún þekji bitana alveg. Setjið álpappír yfir og leyfið að marinerast í ísskáp í um klukkutíma.

Takið út og eldið í ofni í 45 mínútur við 225 gráðum.

Arómatískt hvítvín fellur vel að þessum rétt. Til dæmis Pierre Sparr Gewurztraminer. 

IMG 0262 200x200c Kjúklingur í appelsínukarrýsósu

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert