Hjartalaga lostæti

Girnileg súkkulaðihjörtu.
Girnileg súkkulaðihjörtu. Ljósmynd/Valdís Sigurgeirsdóttir

Valdís Sigurgeirsdóttir flugfreyja hjá Icelandair heldur úti matarblogginu Ljómandi.is. Á blogginu deilir hún hugmyndum sínum um hollt mataræði og girnilegum uppskriftum. Hér er hún með gotteríi sem búið er til úr hnetusmjöri, súkkulaði og banana.

Innihald:

hnetusmjör

banani

100 gr brætt súkkulaði 70% eða 85%

  1. Byrjið á að bræða eina plötu af flottu súkkulaði.
  2. Setjið dágott magn af hnetusmjöri í botninn á formunum.
  3. Setjið bananasneiðar þar ofan á.
  4. Að endingu setjið brædda súkkulaðið ofan á og inn í frysti.

IMG_0356

Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni var dóttir mín 12 ára búin að búa til þetta frábæra nammi handa sér. Hún smakkaði þetta hjá vinkonu sinni og fékk uppskriftina hjá henni. Hún var búin að tala lengi um að fá að búa þetta til og þar sem ég gaf mér ekki tíma til að hjálpa henni tók hún sig til og græjaði sjálf með hjálp litlu systur sinnar. Við gerðum þetta svo aftur saman og tókum nokkrar myndir því þetta var svo gott og fallegt að setja í hjartaform.

IMG_0371

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert