Úlfur meðal runna

Úlfur frá Borg.
Úlfur frá Borg. Skjáskot

Bjóráhugamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir að lítil brugghús spruttu víða upp en með þeim auðgaðist framboðið af gæða bjórtegundum. Ein þeirra er fyrsti IPA bjór Íslands, Úlfur, sem nefndur er eftir humlaplöntunni, lupus salictarius.

Yfir þetta er farið í nýju myndbandi frá Borg brugghúsi. Þar er farið yfir þurrhumlun sem er einmitt aðferð sem beitt er við bruggun Úlfs. „Ein af elstu heimildum um humla finnst í alfræðiorðabók eftir Pliny eldri. Hann talar um runna sem hann nefnir lupus salictarius sem myndi þýðast sem úlfur meðal runna. Okkur þótti því vel við hæfi að nefna fyrsta IPA bjór Íslands Úlf, þar sem humlar eru meginuppistaða í lykt og bragði IPA bjóra,“ segir í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert