Lostæt hnetusmjörs-próteinstykki

Fáránlega girnilegt.
Fáránlega girnilegt. www.12minuteathlete.com

Hérna kemur uppskrift að gómsætum hnetusmjörs-próteinstykkjum sem eru stútfull af orku. Stykkin eru þakin dökku súkkulaði og ættu því að henta öllum þeim sem kunna vel að meta súkkulaði.

Þessi stykki er auðvelt og fljótlegt að útbúa en þau krefjast ekki baksturs. Stykkin bragðast best ísköld. Uppskriftin er af 12MinuteAthlete.com.

Hráefni:

  • 1 bolli súkkulaði-prótein
  • ½ bolli fínmalaðir hafrar
  • 2 matskeiðar hnetusmjör (við stofuhita)
  • 2 matskeiðar kókoshveiti
  • 1 matskeið kakóduft
  • ½ bolli möndlumjólk
  • hálf plata dökkt (85%) súkkulaði

Aðferð:

  1. Blandaðu höfrum, próteini og kakódufti saman í skál.
  2. Bættu hnetusmjöri og möndlumjólk út í skálina og hrærðu öllu vel saman þar til blandan er orðin mjúk og kekkjalaus.
  3. Settu deigið inn í ísskáp í um hálftíma. Mótaðu það svo í hæfilega stór stykki og leggðu þau á bökunarpappír.
  4. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfðu svo stykkjunum sem þú hafðir mótað áður ofan í bráðið súkkulaðið og leggðu þau aftur á bökunarpappírinn. Settu stykkin aftur inn í ísskáp í um klukkustund. Þegar þau eru orðin ísköld eru þau tilbúin.
85% súkkulaðið frá Green&Blacks hentar vel á hnetusmjörs-próteinstykkin.
85% súkkulaðið frá Green&Blacks hentar vel á hnetusmjörs-próteinstykkin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert