Safaríkar vegan-vefjur með avókadó

Safaríkar vegan-vefjur með avókadó og kínóafræum.
Safaríkar vegan-vefjur með avókadó og kínóafræum. www.edibleperspective.com

Tófú, kínóa, avókadó og sólþurrkaðir tómatar. Hljómar vel, ekki satt? Þessar safaríku vegan-vefjur innihalda allt þetta og meira til. Uppskriftin er af heimasíðunni EdiblePerspective.

Hráefni

  • Vegan sesar-sósa (uppskrift)
  • 400 g tófú, skorið í bita
  • 1 poki spínat
  • 3 bollar elduð kínóa
  • 2-3 teskeiðar sólblómaolía
  • 1 avókadó, skorið í bita
  • sólþurrkaðir tómatar
  • salt og pipar
  • 1 kálhaus

Aðferð:

  1. Staflaðu spínatinu upp og skerðu það niður í ræmur. Settu svo 3-4 bolla af því í skál með elduðu kínóafræunum.
  2. Steiktu tófúið á pönnu í ólífuolíu í nokkrar mínútur eða þar til það er orðið gyllt. Saltaðu og pipraðu eftir smekk.
  3. Láttu tófúið kólna og settu það svo í skálina með kínóafræjum og spínati.
  4. Bættu svo sesar-sósu, salti og pipar út í skálina eftir smekk.
  5. Bættu að lokum avókadó og sólþurrkuðum tómötum við.
  6. Þessi blanda er þá vafin inn í stór salatblöð. Þá er gott að hafa sesar-sósu til hliðar.

Verði þér að góðu!

Tófúið gyllt og girnilegt á pönnunni.
Tófúið gyllt og girnilegt á pönnunni. www.edibleperspective.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert