Ljúffengir „vegan“-kanilsnúðar

Kremið gerir snúðana virkilega ,,djúsí''.
Kremið gerir snúðana virkilega ,,djúsí''. www..veganricha.com

Þessir kanilsnúðar eru vægast sagt verulega girnilegir. Uppskriftin kemur af vefsíðunni Vegan Richa.com. Snúðarnir, sem bragðast best volgir, myndu örugglega slá í gegn í hvaða kaffiboði sem er. Snúðarnir henta þeim sem eru vegan.

Hráefni

Snúðar:

  • ¼ bolli volgt vatn
  • ¼ bolli möndlumjólk
  • 1 matskeið hlynsíróp
  • 2 teskeiðar ger
  • ¼ bolli hveiti
  • ¼ bolli kasjúhnetuhveiti (kasjúhnetur malaðar í matvinnsluvél)
  • ¼ bolli heilhveiti
  • ½ teskeið salt
  • ½ teskeið lyftiduft
  • 2 matskeiðar olía
  • 2 matskeiðar hrásykur

Fylling:

  • 2 matskeiðar kókosolía
  • 1/3 bollar hrásykur
  • 2 matskeiðar kanill

Krem:

  • ¼ bolli hrásykur
  • ½ teskeiðar instant-kaffi
  • 1 teskeið olía
  • ½ teskeið möndlumjólk
  • 2 til 4 teskeiðar hlynsýróp
  • klípa salt

Aðferð

  1. Blandaðu vatni, 1 matskeið sykri og geri saman í stóra skál. Hrærðu vel og láttu standa í um fimm mínútur.
  2. Blandaðu þá lyftiduftinu, sykrinum, olíunni, kasjúhnetuhveitinu og möndlumjólkinni saman við. Hrærðu í deiginu með skeið og hnoðaðu það svo með höndunum í tvær mínútur. Láttu deigið standa í um klukkustund.
  3. Núna má fletja deigið út. Berðu kókosolíuna á útflatt deigið og stráðu svo hrásykri og kanil yfir allt saman. Rúllaðu svo deiginu upp og skerðu það í hæfilega stóra bita, svo úr verða litlir snúðar. Dýfðu botninum á hverjum snúð í smá hveiti og raðaðu snúðunum svo í kökuform (í smurt form eða á bökunarpappír). Þegar snúðarnir eru komnir í formið er gott að úða smá vatni yfir þá. Legði viskustykki yfir kökuformið og láttu deigið rísa í um klukkustund.
  4. Bakaðu svo snúðana í 18-20 mínútur í 190°C heitum ofni eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir.


Krem:

Á meðan snúðarnir bakast er sniðugt að undirbúa kremið.

Blandaðu öllu hráefninu saman í skál þar til þykk áferð næst. Bættu möndlumjólk út í eftir þörfum. Þegar snúðarnir eru tilbúnir getur hver og einn sett eins mikið krem og hann vill á sinn snúð.

Snúðarnir eru einstaklega girnilegir.
Snúðarnir eru einstaklega girnilegir. www..veganricha.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert