Fáránlega girnilegt „snickers“ nammi

Fjögrra hæða dásemd.
Fjögrra hæða dásemd. www.nikissweetside.com

Þetta „snickers“ sælgæti er fyrir alvörusælkera. Það er alveg þess virði að eyða smá púðri í undirbúninginn því þetta nammi er svo sannarlega gómsætt. Uppskriftin kemur af vefsíðunni NikisSeetSide.com.

Hráefni:

Botninn:

1 bolli mjólkursúkkulaði, brytjað
1/4 bolli  „butterscotch“ nammi
1/4 bolli hnetusmjör

Miðjan:

4 matskeið smjör
1 bolli sykur
1/4 bolli mjólk
1  1/2 bolli sykurpúðar
1/4 bolli hnetusmjör
1 teskeið vanilludropar
1 1/2 bolli salthnetur, saxaðar

Fyllingin:

400 grömm karamellur að eigin vali
1/4 bolli rjómi

Toppurinn:

1 bolli mjólkursúkkulaði, saxað
1/4 bolli „butterscotch nammi
1/4 bolli hnetusmjör

Aðferð:

Botninn:

Bræddu súkkulaðið, butterscotch nammið og hnetusmjörið í potti yfir lágum hita. Hrærðu vel á meðan gúmmelaðið er að bráðna svo það brenni ekki. Helltu svo blöndunni í smurt eldfast mót (u.þ.b. 20x30 cm.). Settu mótið inn í ísskáp.  

Miðjan:

Bræddu smjörið í potti yfir miðlungs hita. Bættu þá sykrinum og mjólkinni við. Þegar þessi blanda er farin að sjóða þá er hún látin malla í um fimm mínútur á meðan í henni er hrært. Taktu þá pottinn af hitanum og hrærðu sykurpúðunum út í ásamt hnetusmjörinu og vanillunni. Helltu svo hnetunum út í og hrærðu öllu saman. Helltu þessari blöndu svo í eldfasta mótið, yfir botninn. Settu allt saman inn í ísskáp.

Fyllingin:

Bræddu karamellurnar og rjómann í potti yfir lágum hita. Hrærðu þar til karamellurnar eru bráðnar. Helltu þá fyllingunni yfir það sem komið er í eldfasta mótið. Notaði sleikju til að dreifa úr fyllingunni og jafna hana út. Settu mótið inn í ísskáp.

Toppurinn:

Settu mjólkina, súkkulaðið, butterscotch nammið og hnetusmjörið í pott og bræddu allt saman við vægan hita. Hrærðu vel þar til kekklaust. Helltu þessu yfir það sem komið er í mótið sem þú geymir inni í ísskáp. Núna kælir þú allt heila klabbið í ísskáp í klukkustund. Að lokum má skera þetta „fjögurra hæða“ sælgæti niður í hæfilega búta.

Svona lítur butterscotch nammi út.
Svona lítur butterscotch nammi út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert