Gómsætt kakó- og kasjúnammi

Þetta gómsæta kakó- og kasjúnammi er sniðugt að skera niður …
Þetta gómsæta kakó- og kasjúnammi er sniðugt að skera niður í smáa bita og borða sem konfekt. www.atastylovestory.com

Þessu gómsæta kakó- og kasjúnammi er tilvalið að gæða sér á í desember. Þetta nammi inniheldur ekkert súkkulaði né mjólk og hentar því þeir sem eru vegan vel.

Hráefni:

300 g mjúkar döðlur
100 g hnetur (t.d heslihnetur, valhnetur og/eða möndlur)
100 g kasjúhnetur
2 matskeiðar kókosolía
2 matskeið kakóduft
1/2 teskeið vanilluduft

Aðferð:

Forhitaðu ofninn í 150 C°. Ristaðu hneturnar (ekki kasjúhneturnar) á pönnu þar til þær eru orðnar gylltar. Ef þú notar heslihnetur, fjarlægðu þá brennda hýðið af þeim. Settu ristuðu hneturnar í matvinnsluvél og malaðu þær. Bættu svo kasjúhnetunum út í matvinnsluvélina og settu vélina af stað í nokkrar sekúndur, þú villt hafa þær grófmalaðar. Settu hnetumjölið í stóra skál.

Fjarlægði steinana úr döðlunum og settu þær í matvinnsluvélina ásamt kókosolíunni, vanillunni og kakóinu. Blandaðu öllu vel saman. Settu þessa blöndu svo í stóru skálina ásamt hnetunum. Hrærðu vel þar til úr verður þykkt deig. Settu bökunarpappír í kökuform og þjappaðu svo deiginu í formið. Settu kökuna inn í frysti eða ísskáp og láttu kólna í gegn. Skerðu þá kökuna niður í hæfilega bita og njóttu vel.

Þessi uppskrift kemur af heimasíðunni AtastyLoveStory.com.

Grófmalaðar kasjúhnetur og kakó, gerist ekki mikið girnilegra.
Grófmalaðar kasjúhnetur og kakó, gerist ekki mikið girnilegra. www.atastylovestory.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert