Kívíkokteill fyrir áramótagleðina

Kívíkokteill fyrir áramótaboðið.
Kívíkokteill fyrir áramótaboðið.

Það eru margir sem ætla sér að sletta úr klaufunum og gæða sér á gómsætum kokteilum á gamlárskvöld. Hér kemur uppskrift af einum áramótakokteil sem finna má í bæklingi Vínbúðarinnar.

Kívífizz-áramótakokteill

  • 3 cl gin
  • 3 cl kívísíróp
  • 1,5 cl sítrónusafi
  • 6 cl sódavatn

Byrjið á að útbúa kívísíróp (sjá uppskrift fyrir neðan). Hristið allt hráefnið saman nema sódavatnið. Hellið blöndunni í glas og bætið svo sódavatninu við. 

Kívísíróp

  • 250 g kívíávöxtur
  • 200 g sykur

Afhýðið kívíávexti og maukið á blandara. Látið maukið standa í kæli yfir nótt, bætið sykrinum út í og hrærið vel. Sigtið í pott og látið sjóða við lágan hita í 3-4 mínútur, hrærið í á meðan þar til sykurinn er uppleystur. Kælið og setjið í krukku. Kívísírópið geymist í mánuð í kæli. 

Göngum svo hægt um gleðinnar dyr.

Það má bragðbæta kokteila með kíví.
Það má bragðbæta kokteila með kíví.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert