Gómsætar „brownies“ með linsubaunum

Brownies úr linsubaunum og hnetusmjöri.
Brownies úr linsubaunum og hnetusmjöri. www.ambitiouskitchen.com

Linsubaunir eru undirstaðan í þessum gómsætu „brownies“ sem kemur sér vel þar sem linsubaunir eru meinhollar. Þær eru ekki aðeins próteinríkar heldur innihalda þær einnig járn, sink og bíótín. Bíótín ýtir undir endurnýjun á húðfrumum og kemur í veg fyrir hárlos. Uppskriftin kemur af heimasíðunni AmbitiousKitchen.com. Athugið að kakan hentar þeim sem eru vegan svo lengi sem súkkulaðinu er skipt út fyrir vegan-súkkulaði.

Hráefni:

  • 1/2 bolli linsubaunir
  • 1/2 bolli hnetusmjör
  • 1/3 bolli hlynsíróp
  • 1 matskeið vanilludropar
  • 1 bolli hafrar
  • 1/2 teskeið matarsódi
  • 1/4 teskeið sjávaralt
  • 1/3 bolli súkkulaðispænir 

Aðferð:

  • Settu linsubaunirnar í pott ásamt einum bolla af vatni og láttu sjóða. Lækkaðu þá hitann og láttu malla í 10-15 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar. Færðu linsubaunirnar yfir í matvinnsluvél ásamt nokkrum matskeiðum af vatni. Láttu matvinnsluvélina vinna baunirnar í mauk. Settu til hliðar.
  • Forhitaðu ofninn í 180°C.
  • Malaðu hafra í matvinnsluvél. Settu hafrana þá í stóra skál ásamt matarsóda og salti, hrærðu öllu saman.
  • Þeyttu svo hnetusmjörinu, sírópinu og vanillunni saman. Bættu linsubaunamaukinu saman við og hrærðu. Að lokum er hafrablöndunni og súkkulaðinu bætt út í deigið og öllu blandað saman með sleif.
  • Deiginu er svo hellt í smurt bökunarform. Þá er sniðugt að strá smá súkkulaði ofan á deigið, það gerir kökuna enn girnilegri.
  • Kakan er svo bökuð í 20-25 mínútur. Láttu kökuna kólna og skerðu hana síðan niður í hæfilegar sneiðar.

Verði þér að góðu!

Girnilegt!
Girnilegt! www.ambitiouskitchen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert