Hildigunnur bloggar – Rósmarín- og hvítlaukspasta

Eftir jólin er kominn tími á að slaka á í steikunum (klisjur hvað?) og þetta pasta er ekki sérlega dýrt, einfalt og hreint ágætt. Samt svolítið smjör sem mætti væntanlega skipta út fyrir góða olíu.

6 msk smjör
2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir (notaði rauðlauk í þetta skiptið en má gjarnan vera gulur)
6 hvítlauksrif, fremur gróft söxuð
1 bolli kjúklingasoð
2 msk saxað ferskt rósmarín
500 g spakettí
salt og pipar
nýrifinn parmaostur eða grana padano

Bræðið 4 msk af smjörinu á pönnu við vægan hita. Brúnið laukinn vel (um 10 mínútur). Bætið hvítlauk saman við og steikið áfram í 2 mínútur eða svo. Setjið kjúklingasoð og rósmarín saman við, hækkið hitann og sjóðið niður um þriðjung (5-6 mínútur hjá mér).

Á meðan, sjóðið spakettíið skv leiðbeiningum á pakka. Í gær sauð sósan fullmikið niður hjá mér þannig að ég setti svo sem eins og desilítra af pastasoðinu saman við.

Þegar hvort tveggja er soðið, hellið pastanu í skál, setjið restina af smjörinu saman við ásamt parmaosti, hrærið þar til bráðið. Sósan fer saman við og njótið.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert