Oreo-bollakökur með súkkulaðikremi

Oreo-bollakökur.
Oreo-bollakökur. www.omgchocolatedesserts.com

Þessar gómsætu bollakökur eru fyrir þá sem kunna vel að meta oreo-kex, ostakökur og súkkulaði því þær sameina það þrennt einmitt.

Innihald:

  • 20 oreo-kexkökur (12 heilar og 8 brytjaðar)
  • ¾ bolli flórsykur
  • 450 g rjómaostur
  • 2 eggjahvítur
  • klípa salt
  • ¼ bolli rjómi
  • ¼ bolli súkkulaðispænir

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 150°C. Settu pappírsform í muffinsmót og settu eitt oreo-kex í botninn á hvert form.
  2. Þeyttu rjómaostinn og flórsykurinn saman.
  3. Bættu þá eggjahvítunni við og hrærðu vel.
  4. Bættu klípu af salti við.
  5. Að lokum er brytjaða oreo-kexinu hrært varlega við deigið.
  6. Skiptu deiginu í formin þannig að það nái næstum því upp að kanti.
  7. Bakaðu í um 25 mínútur.
  8. Bræddu svo súkkulaðið saman við rjómann og berðu súkkulaðiblönduna yfir kökurnar með skeið. Láttu kólna. 

Uppskriftin kemur af OMGChocolateDesserts.com

Það er hægt að nýta oreo-kexið vinsæla í baksturinn.
Það er hægt að nýta oreo-kexið vinsæla í baksturinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert