Gómsætur súkkulaðibúðingur með chia

Hinn fullkomni morgunverður?
Hinn fullkomni morgunverður? blog.freepeople.com/

Súkkulaði og næringarrík chia-fræ sem fara vel í magann. Hljómar vel, ekki satt? Hérna kemur uppskrift af gómsætum chia-búðingi sem hentar vel sem morgunverður. 

Gómsætur súkkulaðibúðingur með chia-fræum
Fyrir tvo

Hráefni

  • 1 ¼ bolli möndlu- eða kókosmjólk
  • ¼ bolli chia-fræ
  • 3 matskeiðar kakóduft
  • klípa sjávarsalt
  • 1 matskeið lífrænt hunang eða hlynsíróp
  • dökkir súkkulaðispænir til skrauts

Aðferð

Settu öll hráefnin í stóra glerkrukku, hrærðu öllu saman og lokaðu krukkunni. Hristu krukkuna til að sjá til þess að hráefnið sé fullkomlega blandað saman. Geymdu búðinginn í ísskáp þar til hann hefur þykknað. Búðingurinn bragðast best kaldur.

Þá er hægt að bragðbæta búðinginn með ávöxtum og hnetum til dæmis. Uppskriftin kemur af heimasíðunni FreePeople.

Uppskriftin er fyrir tvo búðinga.
Uppskriftin er fyrir tvo búðinga. blog.freepeople.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert