Eggjakakan hans Góa

Gói Karlsson.
Gói Karlsson. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Leikarinn Gói Karlsson gerir heimsins bestu eggjakökur og þegar Smartland Mörtu Maríu falaðist eftir uppskrift að eggjakökunni stóð ekki á Góa.

„Hún er nú ekki flókin: Panna á hellu, smjör, galdurinn er smjör. Það kemur eitthvað alveg sérstakt gullið, stökkt yfirbragð. 3-4 egg pískuð með gafli pínu salt (gott salt Maldone etc. og svartur pipar). Eggin sett á pönnuna. Innihaldið er svo bara það sem til er. Að þessu sinni notaði ég sveppi, kirsuberjatómata, baunaspírur, avakadó og spínat. Til að flýta fyrir mér smellti ég öllu þessu í pott og hitaði upp þá skreppur líka spínatið saman og mesti safinn fer úr tómötunum þannig að það er ekki að leka safi þegar maður sker ommilettuna,“ segir Gói en hann notar hvorki mjólk né rjóma í sína eggjaköku.

„Að lokum fann ég svo krukku af fetaosti inní ísskáp. Þegar það var kominn góður varmi í grænmetið og spínatið búið að skreppa saman þá setti ég feta á ommilettuna, ATH bara helminginn og svo gumsið yfir. Vippaði svo hinum helmingnum yfir og setti á disk. Pínu salt og pipar eftir smekk. Snilldin við ommilettu er að það passar allt. Ef þú átt ost sem er að fara að skríða í burtu þá smellir þú honum í ommilettuna í stað þess að henda mat. Það gerum við ekki! Verði ykkur að góðu.

Eggjakakan hans Góa lítur vel út og er súperholl.
Eggjakakan hans Góa lítur vel út og er súperholl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert