Röbb á Porterhouse og T-Bone

Sumar grillsteikur eru gott að marinera. Aðrar þurfa ekkert slíkt svo sem góðar T-Bone og Portherhouse-steikur. Þær þarf einungis að krydda, þess vegna einungis með salti og pipar. Til að auka bragðið enn frekar má líka þyrrkrydda þær eða “röbba” með kryddblöndu og hér er ein sem er frábær fyrir nákvæmlega þessar steikur.

  • 1 msk cummin
  • 1 msk kóríander
  • 1 msk timjan
  • 1 msk laukduft
  • 1 msk paprika
  • 1/2 msk chiliflögur
  • 1 msk sjávarsalt
  • 1/2 msk nýmulinn svartur pipar

Byrjið á því að rist kóríanderfræin á heitri pönnu í 2-3 mínútur. Veltið þeim um á pönnunni á meðan. Myljið kóríanderfræin í morteli eða kryddkvörn. Blandið öllum kryddunum saman.

Hafið steikurnar við stofuhita. Penslið þær vel með ólífuolíu. Kryddið með kryddblöndunni og leyfið þeim að standa í um korter áður en þær eru grillaðar.

Með þessu þarf er gott að bera fram rósmarínkratöflur og steinseljuaioli.

Og svo þarf auðvitað vín við hæfi – Pata Negra Ribera del Duero er spænskt nautakjötvín á frábæru veðri.

Fleiri hugmyndir fyrir grillið finnið þið með því að smella hér. 

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert