Hildigunnur bloggar: Indversk kúrbítsbuff

Svona þegar fólk langar í léttan en bragðmikinn og hollan rétt.

1 stór kúrbítur, rifinn og vökvi kreistur úr ef hann er mjög blautur
1 lítill laukur, smátt saxaður
1 bolli gott rasp
2 miðlungsstór egg
30 g smjör, brætt
1/2 tsk cumin
1/2 tsk garam masala
1/4 tsk chili (eða eftir smekk)
1/2 tsk salt

hveiti til að húða
matarolía til að smyrja

Hitið ofninn í 200°C
Blandið öllum innihaldsefnunum nema hveiti og olíu saman.
Leggið bökunarpappír á ofnplötu og smyrjið með smá olíu
Mótið buff í höndunum, veltið upp úr hveiti og leggið á ofnplötuna.
Bakið í ofninum í 15 mínútur, snúið buffunum við og bakið í aðrar 15 mín.

Einnig er hægt að djúpsteikja buffin í olíu, það þarf þá mun styttri tíma og þau verða áreiðanlega enn betri en þar fer minna fyrir hollustunni, vist.

Berið fram með naan og raitu (indverskri jógúrtsósu með agúrku). Ekki er verra að hafa góðan bjór með.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert