Gómsæt gulrótarkaka klikkar ekki

Gulrótakakan girnilega.
Gulrótakakan girnilega. Facebook @ Kornax

Volg gulrótarkaka getur hreinlega ekki klikkað. Þessa köku er tilvalið að bjóða upp á í t.d. afmælisveislunni eða í sunnudagskaffinu. Uppskriftin birtist á facebooksíðu Kornax

Kakan:

  • 5 dl KORNAX-hveiti
  • 5 dl sykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 2 dl olía
  • 4 Nesbúegg
  • 5 dl gulrætur (rifnar)

Aðferð:

  1. Setjið öll þurrefni saman í skál, blandið öllum vökvanum saman við þurrefnin og hrærið saman með sleif.
  2. Rífið gulræturnar með rifjárni og blandið saman við deigið.
  3. Smyrjið form að innan með olíu, smjöri eða úða og hellið deiginu í formið.
  4. Bakið við 180°C hita í um það bil 45 mín., neðarlega í ofni eða þar til prjóni er stungið í kökuna miðja og ekkert deig festist við hann.
  5. Kælið kökuna.

Kremið:

  • 150 g rjómaostur
  • 250 g flórsykur 
  • rifinn sítrónubörkur

Aðferð:

Hrærið saman hráefnunum og smyrjið á kalda kökuna.

Svona lítur kakan út áður en kremið er sett á.
Svona lítur kakan út áður en kremið er sett á. Facebook @ Kornax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert