Dásamlegir kaldhefaðir kanilsnúðar

Gómsætir snúðar.
Gómsætir snúðar. www.ljufmet.com

„Þetta er algjör lúxusuppskrift því það þarf ekkert annað að gera um morguninn en að setja ofnskúffuna inn í heitan bakaraofninn og bíða eftir að bökunarlyktin fylli húsið. Hálftíma síðar eru nýbakaðir kanilsnúðar komnir á borðið sem þú getur annað hvort smurt með Nutella, gert glassúr eða einfaldlega sigtað flórsykur yfir áður en þeir eru bornir fram. Dásamlega ljúffengt," skrifar Svava á matarbloggið sitt Ljúfmeti og lekkerheit áður en hún deilir með lesendum sínum uppskrift af gómsætum kanilsnúðum.

Hráefni

Snúðar:

  • 25 g ferskt ger
  • 2 dl köld mjólk
  • 1 egg
  • 0,5 dl sykur
  • smá salt
  • um 6 dl hveiti
  • 75 g smjör við stofuhita
  • egg (til að pensla snúðana með)

Fylling:

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3 msk kanil
  • 1,5 dl sykur

Aðferð

  1. Hráefnið í fyllinguna er hrært saman.
  2. Leysið gerið upp í mjólkinni og látið blandast vel. Hrærið upp eggið og hrærið því út í gerblönduna. Hrærið sykri og salti saman við. Hrærið um 4 dl af hveiti saman við, bætið smjörinu út í og síðan restinni af hveitinu.
  3. Hnoðið deigið þar til það er jafnt og kekkjalaust. Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni (uppskrift hér fyrir neðan) yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 15 sneiðar.
  4. Klæðið skúffukökuform (um 22×32 cm) með bökunarpappír og raðið snúðunum í það. Leggið viskastykki yfir og látið standa í ísskáp yfir nóttu.
  5. Takið úr ísskápnum um morguninn, penslið snúðana með upphrærðu eggi (hér má líka strá perlusykri yfir) og bakið í 200° heitum ofni í 22-25 mínútur.
Snúðana má bragðbæta með Nutella.
Snúðana má bragðbæta með Nutella. www.ljufmet.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert