Ferskt sumarsalat með rabarbara

Sumarsalatið girnalega.
Sumarsalatið girnalega. maedgurnar.is

„Rabarbari vex víða í íslenskum görðum og sprettur hratt um þessar mundir. Í hvert sinn sem við mæðgur sjáum rabarbara dreymir okkur um rabarbarapæjuna hennar ömmu Hildar ... hvílík dásemd,“ skrifa mæðgurnar Solla og Hildur sem halda úti heimasíðunni Mæðgurnar. Svo deila þær með lesendum uppskrift að sumarsalati þar sem rabarbarinn skipar stórt hlutverk.

Sumarsalat með rabarbara

  • 1/4 grasker, skorið í þunna bita
  • 4 rabarbarastilkar, skornir í bita
  • - Veltið upp úr örlítilli kókosolíu, kryddið með salti og chili. Bakið graskersbitana við 200°C í 15 mín., bætið þá rabarbarabitum við og bakið áfram í 5 mín.
  • 7-8 grænkálsblöð
  • 1/2 fennel, í örþunnum sneiðum
  • 3 vorlaukar, skornir í þunnar skásneiðar
  • 6 radísur, skornar mjög þunnt
  • 1-2 dl soðnar svartar baunir (eða kjúklingabaunir úr krukku)
  • 1 dl tamarimöndlur (sjá hér neðst)

- Veltið öllu upp úr dressingunni

Dressingin

  • 1 avókadó
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk jómfrúarólífuolía, lífræn
  • 2 msk vatn
  • 1 msk mórber (gott að leggja í bleyti í vatnið)
  • 1/2 búnt basil
  • 1/2 tsk sambal oelek eða annað chili
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 msk gróft lífrænt sinnep
  • smá sjávarsalt

- Blandið öllu saman í blandara.

Tamarimöndlur

  • 4 dl möndlur
  • ¼ dl tamarisósa
  • 1 msk laukduft
  • ¼ tsk sjávarsalt

- Hrærið saman tamarisósu, laukdufti og sjávarsalti. Veltið möndlunum upp úr þessu og setjið á ofnplötu og bakið við 200°C í 4-6 mín. 

Rabarbarar vaxa víða í íslenskum görðum.
Rabarbarar vaxa víða í íslenskum görðum. maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert