Hveitilaus græn pistasíukaka

Kakan er hveitilaus.
Kakan er hveitilaus. www.cookrepublic.com

Hérna kemur uppskrift að geggjaðri hveitilausri pistasíuköku. Uppskriftin kemur af heimasíðunni CookRepublic. Kakan er fallega græn á litinn en litinn má líka ýkja með smá matarlit.

Hráefni

  • 2 bollar möndlur 
  • 1 1/2 bollar pistasíuhnetur
  • 1 bolli hrásykur
  • 1 teskeið kardimomma
  • 1 matskeið rifinn sítrónubörkur
  • 2 egg
  • 5 eggjahvítur
  • klípa af salti

Aðferð

  1. Láttu möndlurnar liggja í bleyti í um 30 mínútur. Þerraðu þær svo.
  2. Forhitaðu ofninn í 160°C. Smyrðu 22 cm hringlótt kökuform og settu bökunarpappír ofan í það.
  3. Settu möndlurnar, pistasíuhnetur, sykur, kardimommu og salt í matvinnslu mér og láttu vélina vinna í blöndu sem minnir einna helst á brauðmylsnu. Færðu mylsnuna yfir í stóra skál og bættu eggjum, eggjahvítu og sítrónuberki saman við. Hrærðu vel.
  4. Settu blönduna í kökuformið og sléttu úr yfirborðinu. Bakaðu kökuna í um eina klukkustund og korter eða þar til kakan hefur tekið á sig fallegan gylltan lit. Láttu kökuna kólna örlítið áður en hún er skorin í sneiðar.
Kakan inniheldur meðal annars möndlur og pistasíuhnetur.
Kakan inniheldur meðal annars möndlur og pistasíuhnetur. www.cookrepublic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert