Þessar fyrirsætur eru meistarakokkar

Chrissy Teigen finnst skemmtilegt að elda.
Chrissy Teigen finnst skemmtilegt að elda. Instagram @chrissyteigen

Æskan varir ekki að eilífu og það vita flestar fyrirsætur. Þegar að þær ljúka störfum í tískuiðnaðinum er afar algengt að þær færi sig yfir í leiklistina. Það eru þó nokkrar fyrirsætur sem að hafa fært sig yfir í eldhúsið og stunda matseldina nú af kappi. The Thelegraph tók saman lista yfir fyrirsætur sem eru einnig frábærar í eldhúsinu. 

Kloss ásamt Martha Stewart í eldhúsinu.
Kloss ásamt Martha Stewart í eldhúsinu. Instagram @karliekloss

Karlie Kloss

Bandaríska fyrirsætan Karlie Kloss er fræg fyrir mjólkur- og glútenlausu kökurnar sínar sem voru seldar í búðinni DKNY á „Fashion‘s Night Out“ í New York 2012. Nú er hægt að kaupa kökurnar á heimasíðunni Momofuku.

Þessi kaka er nú ekki jafn holl og þær sem …
Þessi kaka er nú ekki jafn holl og þær sem Lowe vill. Instagram @daisylowe

Daisy Lowe

Lowe hefur ávallt verið stolt af línunum og ætlar ekki að láta fyrirsætustörfin breyta því. Lowe gaf út bókin Sweetness and Light árið 2014 sem snýst um að neita okkur ekki um þann mat sem við þráum heldur að leyfa okkur hann á hollari máta, breyta úr gervisykri í náttúrulegan sykur.

Jourdan Dunn ásamt vinkonum í eldhúsinu.
Jourdan Dunn ásamt vinkonum í eldhúsinu. Instagram @officialjdunn

Jourdan Dunn

Dunn hefur gaman af matargerð og hefur birt matreiðslumyndbönd á YouTube-síðu rapparans Jay-Z. Þá er hún dugleg við að bjóða vinkonum sínum í mat eins og fyrirsætunni Cöru Delevingne.

Teigen elskar að elda.
Teigen elskar að elda. Instagram @chrissyteigen

Chrissy Teigen

Instagram-síða hennar er full af girnilegum matarmyndum af pítsum, pasta, beikoni og fleiru. Hún vinnur nú að útgáfu á sinni eigin matreiðslubók.

Dahl hefur gefið út sína eigin matreiðslubók.
Dahl hefur gefið út sína eigin matreiðslubók. Instagram @mssophiedahl

Sophie Dahl

Dahl, sem er þekkt fyrir störf sín hjá tískuvörurisanum Yves Saint Laurent, hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Hún gaf út bókina Miss Dahl‘s Voluptuous Delight og í framhaldi komu matreiðsluþættirnir The Delicious Miss Dahl sem að  sýndir voru á BBC. Í þeim töfraði hún fram sínar uppáhalds uppskriftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert