„Heimsins besta kaka“ kemur frá Noregi

„Heimsins besta kaka“ á rætur sínar að rekja til Noregs.
„Heimsins besta kaka“ á rætur sínar að rekja til Noregs. www.grgs.is

„Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið yfir sér en látið ekki blekkjast, hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnarveislur, afmæli og já í raun flest þau tilefni sem kalla á köku. Ég hafði ekki bragðað þessa fyrr en nýlega og hún fær öll mín bestu meðmæli og er nú orðin ein af mínum uppáhalds,“ segir Berglind sem heldur úti matarblogginu GulurRauðurGrænnogSalt.

Botn

  • 150 g smjör, mjúkt
  • 125 g sykur
  • 150 g hveiti, sigtað
  • 1 tsk lyftiduft
  • 5 eggjarauður
  • 5 msk nýmjólk

Marengs

  • 5 eggjahvítur
  • 180 g sykur
  • 100 g möndluflögur

Fylling

  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 dl rjómi
Aðferð
  1. Hrærið smjör og sykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá hveiti, lyftidufti, eggjarauðum og mjólk saman við. Hyljið bökunarform með smjörpappír og setjið deigið þar í.
  2. Gerið marengsinn með því að hræra saman eggjahvítur og sykur þar til marengsinn er orðinn vel þéttur í sér, í góðar 5-10 mínútur. Passið að hrærivélarskálin sé alveg hrein og þurr áður en eggjahvíturnar fara ofan í hana. Setjið marengsinn ofan á deigið og stráið svo möndluflögum yfir allt.
  3. Bakið í 175°C heitum ofni í 40-50 mínútur. Kælið kökuna og takið úr forminu. Hrærið rjómann og vanillu saman, setjið yfir kökuna og skreytið með jarðarberjum.
Jarðaber bragðast ekki bara vel heldur henta líka vel sem …
Jarðaber bragðast ekki bara vel heldur henta líka vel sem skraut ofan á kökur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert