„Besta heimatilbúna“ ostakakan

Ostakakan girnilega.
Ostakakan girnilega. www.plainchicken.com

Hér kemur uppskrift af gómsætri ostaköku sem klikkar ekki. Uppskriftin kemur af PlainChicken.com, þar er kakan kölluð „besta heimatilbúna“ ostakakan.

Botn

  • 1 ½ bolli mulið graham-kex
  • 5 matskeiðar sykur
  • 1/3 bolli bráðið smjör

Fylling

  • 230 grömm mjúkur rjómaostur
  • 1 ½ bolli sykur
  • Fjögur egg, aðskilin
  • 1 matskeið sítrónusafi
  • 1 teskeið vanilla

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 160 gráður.
  2. Botn: Blandaðu hráefninu saman og þrýstu blöndunni niður í kökuform.
  3. Fylling: Blandaðu rjómaostinum, sykrinum, fjórum eggjarauðum, sítrónusafa og vanilludropum saman með þeytara.
  4. Í annarri skál, þeyttu fjórar eggjahvítur þar til þær eru orðnar stífar. Hrærðu eggjahvítunum þá varlega saman við hina blönduna með sleif. Helltu blöndunni yfir botninn.
  5. Bakaðu í um 35 mínútur. Slökktu þá á ofninum og láttu kökuna standa í ofninum í klukkustund til viðbótar.
  6. Settu kökuna svo í fyrsti í nokkrar klukkustundir áður en hún er borin fram og látin þiðna.
Botn kökunnar er gerður úr m.a. graham-kexi.
Botn kökunnar er gerður úr m.a. graham-kexi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert