Græn sósa að hætti Frakka, Sauce Vert

Það eru til margar útgáfur af grænum sósum. Á Ítalíu er salsa verde vinsæl kryddjurtasósu með olíu, ediki og kapers, í Frankfurt í Þýskalandi er að finna hina frægu Frankfurter Grune Sosse, sem í eru m.a. egg, sýrður rjómi og sjö kryddjurtategundir en í hinni mexiósku salsa verdu eru það tomatillos sem gefa græna litinn.

Konungur – eða kannski öllu heldur drottning – grænu sósanna er hins vegar að flestra mati hin franska sauce vert. Hún er í ætt við majonnes eða aioli og er hreinasta afbragð með nánast öllu. Kjöti, fiski, grænmeti, bökuðu, grilluðu. Bara nefnið það, alltaf smellur sauce vert að matnum eins og flís við rass.

Fyrsta skrefið er að gera heimatilbúið majonnes. Fylgið leiðbeiningunum  hér en bíðið með að setja sítrónusafann út í.

Næst þurfum við:

  • 3-4 vænar lúkur af spínati (svona rúmlega hálfur poki)
  • 1 búnt flatlaufa steinselja

Hitið um eina matskeið af vatni á pönnu og veltið spínatinu og steinseljunni um þar til það hefur alveg skroppið saman. Setjið strax undir kalt vatn til að halda litnum og kreistið vatnið síðan vel úr.

IMG_1705

Maukið saman við majonnesið í matvinnsluvél ásamt:

  • 2 hvítlauksgeirum
  • 2 msk ferskt estragon
  • 2 msk graslaukur
  • safi úr hálfri sítrónu

Bragðið til með salti og pipar og geymið í ísskáp í að minnsta 1-2 klukkustundir áður en bera á sósuna fram.

Uppskrift að ítalskri grænni sósu – salsa verde – finnið þið með því að smella hér. 

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert