Jólakonfektið sem allir eru trylltir í

Kúlugottið hennar Berglindar Guðmundsdóttur er afar ljúffengt.
Kúlugottið hennar Berglindar Guðmundsdóttur er afar ljúffengt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Desember og jólaundirbúningur á að veita gleði og ánægju. Hann á ekki að skapa togstreitu og vanlíðan, stress og glundroða. Þess vegna skiptir máli að það sem er gert í eldhúsinu til þess að komast í jólaskap sé einfalt og fljótlegt og sé á þeim skala að allir fjölskyldumeðlimir geti tekið þátt.

Fyrir ein jólin heimsótti ég Berglindi Guðmundsdóttur matarbloggara og hjúkrunarfræðing á Gulur, rauður, grænn og salt. Hún kenndi mér að útbúa kúlugott sem er með því betra sem hægt er að hugsa sér á þessum árstíma.

Gerir 35 litlar kúlur - eldunartími 20 mínútur

260 g hnetusmjör
50 g rice krispies
300 g flórsykur
30 g smjör, brætt
300 g suðusúkkulaði

  1. Látið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hnetusmjör hafa mismunandi áferð þannig að ef kúlurnar eru of blautar bætið þá meiri flórsykri saman við, ef þær eru of þurrar, bætið meira hnetusmjöri saman við.
  2. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu. Dýfið þeim í brætt súkkulaðið og geymið á ofnplötu hulda smjörpappír, þar til súkkulaðið hefur harðnað lítillega.
  3. Geymið í kæli eða frysti og laumist í þær eftir löngun.

Búin með 10.000 kúlur og er ekki hætt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert