10 hlutir sem allar konur ættu að vita um vín

Vín er ekki bara vín.
Vín er ekki bara vín. Skjáskot Vogue.com

Þegar þú arkar alltaf beinustu leið að sömu hillunni missir þú af svo mörgum öðrum góðum kostum. Biddu starfsmann að sýna þér áhugaverða flösku á því verðbili sem þú ert að hugsa um. 

Hvað er tannín?
Tannín kemur úr hýði, stilk, og fræjum vínberja, en það getur skilið eftir þurrt  efni sem minnir á tóbak í munninum á þér. Þegar tannín hafa fengið að samlagast víninu vel, líkt og í vínum sem hafa fengið að eldast í eikartunnum, geta þau átt mjög vel við þungan mat líkt og steik. Þegar tannín eru óþroskuð verður bragðið og áferðin hrjúf.

Það eru til betri spurningar heldur en hvar er Malbec vínið geymt?
Það er í sjálfu sér ekkert að því að biðja um Malbec. Í raun og veru er franskt Malbec frekar óheflað og með jarðarbragði sem vert er að prufa. En þegar þú ferð alltaf beinustu leið að sömu hillunni missir þú af svo mörgum öðrum góðum kostum. Biddu starfsmann að sýna þér áhugaverða flösku á því verðbili sem þú ert að hugsa um. Treystu góðum sölumanni og þú munt uppgötva fullt af nýjum víntegundum sem þú annars hefðir misst af.

Ekki biðja um „Cab
Ef þú vilt vín sem framleitt er úr þrúgunni Cabernet Sauvignon, vinsamlegast berðu þá fram allt nafnið. Einnig er gott að hafa í huga að það er fjöldi frábærra víntegunda er búinn til úr blöndu af Cabernet Sauvignon berjum í bland við aðrar þrúgur, svo sem Merlot og Cabernet Franc.

Hvernig veit maður ef vín er „korkað“ (e. corked)
Ef þú smakkar á víni, og það minnir á blautan pappa er líklegt að það hafi spillst af korkinum. Þetta er algengt og hefur áhrif á 3-10% vína. Ef þú ert á veitingastað og grunar að ekki sé allt með felldu skaltu benda þjóninum á þetta. Hann ætti þá að koma með nýtt glas fyrir þig.

Flest vín eru þurr
Margir óttast að vín séu of sæt. Í fyrsta lagi er gott að hafa í huga að vín eru eingöngu sæt ef þau hafa afgangs-sætu. Þetta gerist þegar vín er ekki látið gerjast þar til það er þurrt og í raun eru eftirréttavín búin til á þennan hátt.

Evrópsk vín eru flest nefnd eftir þeim stað sem þau voru búin til á
Frakkar vita alla jafnan að Beaujolais vín koma frá samnefndu svæði í Mið-Frakklandi, auk þess sem yfirleitt er um rauðvín að ræða. Í Bandaríkjunum eru vín hinsvegar oftar nefnd eftir þrúgunni sem þau eru búin til úr.

Kampavín er vín sem kemur frá Champagne
Kampavín kemur frá Champagne héraðinu í Frakklandi. Annað samskonar vín er einfaldlega nefnt freyðivín. Ef þú ætlar að blanda þér mímósu eða Bellini er gott að velja freyðivín líkt og Prosecco frá Spáni eða Cava frá Ítalíu.

Chablis
Ef þú þekkir aðeins eina fágaða og einstaklega ljúffenga tegund af hvítvíni skaltu ganga úr skugga um að það sé Chablis. Þessi vín eru framleidd úr Chardonnay en vegna loftlagsins í Chablis eiga þau ekkert skylt með þeim smjör-popps afbrigðum sem þú gætir hafa smakkað.

Það eru betri kaup í flöskum en glösum á veitingastöðum
Ef þú ferð út að borða með vinum þínum eru betri kaup í flösku, heldur en einstökum glösum.

Leyfðu þér að brjóta reglurnar
Fjöldi óskrifaðra reglna virðist vera við lýði í vínheiminum. Þú mátt að sjálfsögðu áskilja þér rétt til að virða þær að vettugi. Þér er óhætt að drekka rósavín allan ársins hring, drekka freyðivín með aðalréttinum og Riesling vín með krydduðum asískum mat. Með öðrum orðum, drekktu það sem þér þykir gott. Það borgar sig að vera víðsýnn og opinn fyrir nýjungum.

Þá sem þyrstir í frekari fróðleik geta fundið hann á vef Vogue.

Það er ekkert að því að drekka rósavín allan ársins …
Það er ekkert að því að drekka rósavín allan ársins hring, eða freyðivín með aðalréttinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert