Chili-risarækjur með avókadósalsa upp á 10

Þessi forréttur er ferskur og sumarlegur.
Þessi forréttur er ferskur og sumarlegur. Ljósmynd/Gulur,rauður,grænn og salt

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og mat­ar­blogg­ari á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt, deildi upp­skrift að þess­um dá­sam­legu grilluðu chili-risarækjum með fersku avókadósalsa á dögunum.

Uppskriftina rakst hún á í tímaritinu Clean Green Salads sem hún keypti í Edmonton. Þessi frábæri forréttur getur verið frekar „spicy“ en hægt er að minnka það örlítið með minna chili-mauki eða með því að þerra rækjurnar aðeins áður en þær eru grillaðar.

Chili-risarækjur með avókadósalsa

Forréttur fyrir ca. 6 manns
24 tígrisrækjur frá Sælkerafiski
3 msk. límónusafi
2–3 msk. chili-mauk, t.d. Blue dragon chili paste
1 hvítlauksrif, pressað
½ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. pipar
límónusneiðar

Ekki skemmir að vera með hvítvín með.
Ekki skemmir að vera með hvítvín með. Ljósmynd/Gulur,rauður,grænn og salt

Avókadósalsa

4 avókadó, skorin í teninga
1 dós tómatar, saxaðir
3 msk. ferskt kóríander
2 msk. límónusafi
1 msk. worcestershire-sósa
salt
pipar

 Aðferð

  1. Gerið avókadósósuna með því að blanda öllum hráefnunum saman og kælið í um klukkutíma.
  2. Leggið grillprjónana í bleyti ef þeir eru úr viði. Þíðið rækjurnar og setjið í skál eða plastpoka með rennilás.
  3. Gerið marineringuna með því að setja límónusafa, chili-maukið og hvítlaukinn saman í skál. Hellið yfir risarækjurnar og marinerið í a.m.k. 15 mínútur til klukkutíma. Takið risarækjurnar úr marineringunni og þræðið upp á 4 til 5 grillteina. Saltið og piprið. Grillið í 7–10 mínútur og snúið einu sinni.
  4. Berið risarækjurnar fram með avókadósalsa, límónubátum og og fersku kóríander.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert