Pistlar:

29. maí 2017 kl. 11:48

Hildur Jakobína Gísladóttir (hildurjakobina.blog.is)

Þegar vinnan verður manni um megn

Rannsóknir sýna að „kulnun í starfi“(e. Burnout) virðist vera að aukast á 21. öldinni. Það er m.a. rakið til meira áreitis, meiri skyldur starfsmanna og á móti minni fjárveitingar. Um þetta fyrirbæri hefur ekki verið mikið rætt á Íslandi enda ennþá svolítið tabú. Að auki hefur ekki mikið verið viðurkennt að þetta geti átt sér stað og að hver sem er gæti lent í þessu enda vantar viðurkennd alþjóðleg greiningarviðmið innan DSM-IV, þótt hugtakið sé skýrt og afleiðingarnar þekktar.

En hvað er kulnun og hvað felst í þeirri skilgreiningu?

Skilgreining Maslach, Jackson and Leiter (1986) er sú sem hvað mest er vitnað í innan fræðanna:

‘Burnout is a syndrome of emotional exhaustion, depersonalization, and reduced personal accomplishment that can occur among individuals who do “people work” of some kind.’

Þetta er andleg og líkamleg ofþreyta og andleg fjarvera frá vinnustaðnum og aðstæðum þar sem verður til þess að einstaklingurinn hefur hvorki orku né þrek til að sinna vinnunni sinni. Oftast er um að ræða vinnuaðstæður sem krefjast mikilla gagnvirkra og krefjandi samskipta við annað fólk. Á vísindavefnum kemur fram að lykileinkenni séu að viðkomandi finni fyrir örþreytu; að hann sé úrvinda

Hollenski fræðimaðurinn og sálfræðingurinn,Wilmar Schaufeli,framkvæmdi stóra rannsókn á kulnun í starfi meðal 12.000 manns,á hollenskum vinnumarkaði(2004). Skv. niðurstöðum úr þeirri rannsókn má ætla að 16% hollensk vinnuafls sé í hættu að þróa með sér kulnun í starfi og að á hverju ári þrói ca.6% alvarleg kulnunareinkenni. Enn fremur er niðurstaðan sú að það taki um 2.5 ár að vinna sig út úr kulnunareinkennum sem segir okkur þá að þetta ástand sé langvarandi eða krónískt.

Kennarastéttin er sú fagstétt sem er í hvað mestum áhættuhópi og hefur verið mikið rannsakaður í gegnum tíðina. Þar vitum við líka að áreiti hefur aukist til muna t.d. vegna erfiðra samskipta og annarra þátta sem hafa neikvæð áhrif á líðan í starfi.

En hvað er hægt að gera?

Andstæða „kulnunar“ er „helgun í starfi“ (e.work engagement). Tækifærin fyrir stjórnendur,liggja þar með í því að auka þá þætti er stuðla að helgun í starfi og þar með minnka líkur á að kulnun eigi sér stað. Með því er hægt að ná ákveðnu jafnvægi á milli þessara tveggja andstæðu póla. Ein lausn felst í því að setja upp virka áætlun gegn kulnun og neikvæðum tilfinningum á vinnustöðum og auka þannig þau úrræði sem vinna á móti álagi.

Stjórnendur ættu því að einblína á þá þætti sem vinna á móti kulnun og reyna markvisst að efla þá. Ráðlegt væri að hver og einn vinnustaður myndi taka „kulnun“ inn í áætlun sem hluta af áhættumati og í samræmi við starf hvers og eins starfsmanns sem er í áhættuhópi. Það sem hægt væri að gera væri m.a. að gefa starfsmönnum meira vald til að móta starf sitt, veita þeim meiri stuðning í starfi og endurgjöf, iðka góða stjórnarhætti og passa upp á að hafa fjölbreytileika í starfi viðkomandi.

Auðvitað er engin töfralausn lausn til enda hvert mál ólíkt öðru en þar sem einkenni kulnunar í starfi eru langvarandi og alvarleg þarf að huga að forvörnum. Mikilvægt er að hafa virka eftirfylgni með slíkum áætlunum.Stjórnendur þeirra fagaðila sem eru hvað mest í hættu fyrir kulnun bera hér mikla ábyrgð varðandi það að fyrirbyggja þessa þekktu áhættuþætti.

Einstaklingar sem upplifa kulnun í starfi þurfa að leita sér aðstoðar fagmanna eins og sálfræðinga þar sem unnið er með þau einkenni sem hafa neikvæð áhrif á heilsu þeirra og líðan. Hreyfing, streitustjórnun, jóga og önnur slökun er einnig mikilvæg. Flestir sem upplifa „kulnun“ þurfa langan tíma til að jafna sig og margir færa sig um set og skipta jafnvel alveg um atvinnuvettvang. Auka þarf fræðslu og umræðu um kulnun í starfi og viðurkenna þann vanda sem hann er í okkar samfélagi eins og annars staðar og þar af leiðandi bregðast við. Ábyrgðin er sameiginleg.

8. mars 2017 kl. 19:47

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið!

Undanfarið hefur maður orðið var um reiði fólks í samfélaginu. Heimilisofbeldi virðist vera að aukast og önnur ofbeldisverk eru nánast orðið daglegt brauð á síðum fjölmiðla landsins. Maður skilur þó að mörgu leyti vanmáttin sem liggur að baki hluta þessarar reiði. Leigu- og kaupverð húsnæðis er farið upp úr öllu valdi og er í engu samræmi við tekjur fólks. Almennt verðlag fer hækkandi og er ekki meira
10. nóvember 2016 kl. 15:04

Úrkula kennarar

Fyrr í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um alvarlega stöðu kennarastéttarinnar vegna starfaðstæðna og síaukins álags. Margar rannsóknir styðja það að löngum hefur kennarastéttin, ásamt heilbrigðisstéttinni og félagsráðgjafastéttinni, verið á meðal þeirra sem eru í mesta áhættuhópi fyrir kulnun í starfi. Þetta er því verulega alvarleg staða. Nú er svo komið að kennarar sjá ekki fram á að bregðast við meira
1. nóvember 2016 kl. 13:17

Ágreiningur á vinnustað

Erfið samskiptamál eru mikilvægur ábyrgðarþáttur stjórnanda á vinnustað. Eigi hann erfitt með að takast á við slík mál er mikilvægt að fá utanaðkomandi aðstoð. Ágreiningur er hluti af samskiptum fólks og ekki hjá því komist að forðast hann á vinnustað. Ágreiningur getur verið flókinn og margar tilfinningar geta spilað þar inn í. Hann getur þó verið nauðsynlegur varðandi framþróun mála og til að meira
14. ágúst 2016 kl. 15:20

Hunsun starfsánægjukannanna

Starfsánægjukannanir eru mikilvæg verkfæri stjórnenda og stjórna fyrirtækja og stofnana, til að meta vellíðan fólks i vinnunni undir þeim stjórnarháttum sem eru við lýði og stöðu mannauðsmála á vinnustöðum yfir höfuð. Markmiðið með þeim er að bæta það sem bæta má og tryggja öryggi, vellíðan og starfsánægju starfsmanna á vinnustaðnum. Að auki er þetta mikilvægur vettvangur fyrir starfsmenn til meira
17. júní 2016 kl. 18:33

Mannorðsmorð stjórnenda

Þegar ungir stjórnendur fá sína fyrstu stjórnendastöðu eru þeir að vonum, uppfullir af krafti, eldmóði og óteljandi hugmyndum um hvað og hvernig þeir ætla að gera vinnustaðinn sinn nýja betri og láta menntun sína og þekkingu skila árangri. Mikil spenna ríkir fyrir stöðunni og óreyndir stjórnendur gleyma oftast (sem eðlilegt er)að athuga hvort vinnustaðurinn sem þeir eru að ráða sig til sé meira
9. maí 2016 kl. 21:20

Ertu fyrirmynd?

Það getur verið auðvelt að falla undir pressu múgæsings. Sérstaklega á það við ef viðkomandi er hluti af stórum hópi sem er með afgerandi og jafnvel róttæka skoðun á einhverju tilteknu málefni. Það er gott og gilt og auðveldara undir þeim kringumstæðum að gera svo heldur en ekki. Hins vegar má alveg íhuga hvaða afleiðingar það hefur í för með sér? Um daginn var hringt í mig frá Krakkafréttum RÚV. meira
mynd
31. mars 2016 kl. 17:05

Heiftin á netinu

Það er okkur öllum hollt og nauðsynlegt að setja okkur sjálfum og öðrum mörk. Það gerum við til þess að verja okkur ágangi annarra sem eru til dæmis ekki alveg með sín mörk á hreinu og hafa engann "stoppara"ef svo má að orði komast. Öll höfum við okkar eigin viðhorf og skoðanir sem eru ekki endilega þau sömu og nágrannans sem ætti ekki heldur að skipta máli. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur meira
mynd
29. febrúar 2016 kl. 12:22

Kulnun í starfi (Burn out)

Hugtakið kulnun í starfi hefur almennt ekki verið mikið notað í íslensku tali undanfarin ár en þó er farið að aukast að rætt sé um það að einhver sé útbrunnin í starfi. Margir kannast við að vinna á vinnustöðum þar sem vinnuálag er mikið og mannaforráð af skornum skammti. Hér er hægt að nefna sem dæmi, heilbrigðisstéttir, starfsmenn félagsþjónustu og kennara en þessar stéttir eru skv. rannsóknum í meira
3. febrúar 2016 kl. 14:47

Opin tjáskipti

Vellíðan er mikilvæg í öllum samfélögum og hefur sennilega enn mikilvægari sess í litlum samfélögum þar sem samskiptin eru náin og oft svo snúin. Fólk er stundum í mörgum hlutverkum og hefur mismunandi hagsmuna að gæta hverju sinni. Aðrir þurfa að vera meðvitaðir um í hvaða hlutverki fólk er hverju sinni og virða rétt fólksins til einkalífs þess á milli. Upplifanir fólks á veruleikanum meira
26. nóvember 2015 kl. 17:05

Umræða og ábyrgð!

Umræðan í fjölmiðlum undanfarið hefur verið að mér finnst á mjög neikvæðum nótum undanfarið. Hver umfjöllunin á fætur annarri fjallar um að reyna að afhjúpa einhver mistök eða afglöp jafnvel í starfi sem og að einblína á að finna einhvern sökudólg til að skella skuldinni á. Þessi umræða dregur úr manni þrek og orku.  Þessi fórnarlambsvæðing er að mínu mati að verða svolítið þreytandi. Hvað meira
29. ágúst 2015 kl. 21:38

Eineltismál barna

Umræða um eineltismál barna eru tíð í fjölmiðlum og ber nú á góma þegar skólarnir eru að byrja að nýju eftir sumarfrí. Oftar en ekki snúast þær umræður um meint úrræðaleysi skólayfirvalda til þess að taka á slíkum málum eða einhvers konar getuleysi til þess að leysa þau. Skv. 13.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 eru grunnskólar vinnustaður nemenda og ber því skólayfirvöldum að taka á meira
10. júní 2015 kl. 16:03

Þolendur gerðir ábyrgir

Á árum áður þegar kona varð fyrir kynferðisofbeldi var talið að hún hafi með einhverjum hætti boðið upp á það. Að hún hafi t.d. ögrað gerandanum með hegðun sinni, útliti eða klæðaburði. Þetta sama segja oft barnaníðinga, þ.e. þegar þeir réttlæta brot sitt gagnvart börnum. Dæmi um skýringu væri að barnið sjálft hefði sýnt kynferðislega tilburði. Í mörgum ríkjum heims er þetta enn við lýði og í meira
Hildur Jakobína Gísladóttir

Hildur Jakobína Gísladóttir

Fyrrverandi félagsmálastjóri en rekur í dag ráðgjafafyrirtækið Officium ráðgjöf ehf sem þjónustar á sviði vinnusálfræði, stjórnunar og samskipta með sérhæfingu á vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi.

Meira