Pistlar:

25. ágúst 2017 kl. 10:39

Hildur Jakobína Gísladóttir (hildurjakobina.blog.is)

Leiðist þér í vinnunni?

Stundum leiðist okkur. Það er mannleg tilfinning og við finnum hvað mest fyrir henni þegar við bíðum eftir einhverju eins og t.d. á biðstofu eftir lækni eða tannlækni. Hins vegar getur okkur stundum leiðst í vinnunni eða fundið fyrir svokölluðum, vinnuleiða (e. job boredom). Vinnuleiði er þekkt hugtak innan vinnusálfræðinnar sem hefur ekki fengið mikla umræðu.

Ef við erum með vinnuleiða þá finnst okkur vinnan vera leiðinleg, einhæf og lítið krefjandi. Þá erum við ekki eingöngu að tala um vinnu sem krefst sömu endurteknu hreyfinga eins og að vinna við færiband osfrv. Nútíma rannsóknir sýna fram á að það sé meira sem ýti undir vinnuleiða (e. job boredom) en einhæf störf fólks eins og fjallað var um eftir iðnbyltinguna. Vinnuleiði gerist bæði hjá fólki sem vinnur við ósérhæfð störf sem krefjast lítillar sem engrar menntunar og hjá þeim sem vinna við vinnu sem krefst sérhæfðrar menntunar eða háskólamenntunar.

Hvað er til ráða?

Rannsóknir hollenska prófessorsins Wilmars Schaufelis á vinnuleiða sýna m.a. að þeir sem hafa meira sjálfræði í sinni vinnu, hafi möguleika til að bæta vinnuaðferðir sínar. Þeir geta t.d. haft áhrif á breytingar í vinnuumhverfi og eigin viðhorfi og með því gert vinnuna innihaldsríkari. Að auki geta þeir sóst eftir fleiri áskorunum í starfinu með því að vera „próaktífir“ þ.e að hafa frumkvæði í að nálgast ný verkefni og endurhugsa vinnuaðferðir. Það sem skiptir líka máli er að hafa nægjanlega mikið af verkefnum en ekki of lítið þannig að það sé engin andleg örvun til staðar. Vinna sem krefst lítils af manni getur leitt til vinnuleiða.

Þeir starfsmenn sem hafa lítið sjálfræði í sinni vinnu þurfa á aðstoð yfirmanna sinna að halda varðandi breytingar á þeirra vinnuumhverfi og vinnuháttum. Það er því mikilvægt að stjórnandinn hafi þessa þætti í huga hjá þeim sem vinna einhæf störf og hafa lítið sem ekkert svigrúm til athafna eða breytinga. Þó þarf að hafa í huga að slíkar breytingar geti verið skammlífar þar sem að tilbreytingin er stóri þátturinn í því að láta sér ekki leiðast í vinnunni. Því getur þetta orðið tvíeggja sverð þegar kemur að einhæfum störfum sem erfitt er að breyta.

Eðli máls samkvæmt eru þeir afkastaminni sem leiðist í vinnunni. Stjórnandinn getur þá líka haft áhrif á líðan fólks, starfsánægju og hvort það sýni helgun í starfi. Stjórnandi sem hvetur starfsmenn sína áfram og hrósar þeim reglulega fyrir vel unnin störf ýtir undir jákvæðni og vellíðan á vinnustaðnum. Góð samskipti, gott félagslíf og traustir vinnufélagar hafa líka áhrif á vinnuánægju fólks.

Í sjálfu sér eru þetta lógískar niðurstöður en þó er vert að vekja athygli á fyrirbærinu, vinnuleiða með það í huga að fyrirbyggja t.d kulnun í starfi því vinnuleiði og kulnun eru tvenn ólík fyrirbæri. Það er því mjög góð forvörn í því ef menning vinnustaðarins býður upp á möguleika meðal starfsmanna, að endurhanna vinnuna sína, breyta vinnuaðferðum eða nálgunum (e. job crafting) og getur komið inn sem góð forvörn líka fyrir alvarlegri tegund af vinnutengdum vanda sem er kulnun í starfi.

Það ætti engum að leiðast í vinnunni en ef svo á við um þig, ræddu þá við þinn yfirmann og stingdu upp á breytingum á tilhögun starfsins.

29. maí 2017 kl. 11:48

Þegar vinnan verður manni um megn

Rannsóknir sýna að „kulnun í starfi“(e. Burnout) virðist vera að aukast á 21. öldinni. Það er m.a. rakið til meira áreitis, meiri skyldur starfsmanna og á móti minni fjárveitingar. Um þetta fyrirbæri hefur ekki verið mikið rætt á Íslandi enda ennþá svolítið tabú. Að auki hefur ekki mikið verið viðurkennt að þetta geti átt sér stað og að hver sem er gæti lent í þessu enda vantar meira
8. mars 2017 kl. 19:47

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið!

Undanfarið hefur maður orðið var um reiði fólks í samfélaginu. Heimilisofbeldi virðist vera að aukast og önnur ofbeldisverk eru nánast orðið daglegt brauð á síðum fjölmiðla landsins. Maður skilur þó að mörgu leyti vanmáttin sem liggur að baki hluta þessarar reiði. Leigu- og kaupverð húsnæðis er farið upp úr öllu valdi og er í engu samræmi við tekjur fólks. Almennt verðlag fer hækkandi og er ekki meira
10. nóvember 2016 kl. 15:04

Úrkula kennarar

Fyrr í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um alvarlega stöðu kennarastéttarinnar vegna starfaðstæðna og síaukins álags. Margar rannsóknir styðja það að löngum hefur kennarastéttin, ásamt heilbrigðisstéttinni og félagsráðgjafastéttinni, verið á meðal þeirra sem eru í mesta áhættuhópi fyrir kulnun í starfi. Þetta er því verulega alvarleg staða. Nú er svo komið að kennarar sjá ekki fram á að bregðast við meira
1. nóvember 2016 kl. 13:17

Ágreiningur á vinnustað

Erfið samskiptamál eru mikilvægur ábyrgðarþáttur stjórnanda á vinnustað. Eigi hann erfitt með að takast á við slík mál er mikilvægt að fá utanaðkomandi aðstoð. Ágreiningur er hluti af samskiptum fólks og ekki hjá því komist að forðast hann á vinnustað. Ágreiningur getur verið flókinn og margar tilfinningar geta spilað þar inn í. Hann getur þó verið nauðsynlegur varðandi framþróun mála og til að meira
14. ágúst 2016 kl. 15:20

Hunsun starfsánægjukannanna

Starfsánægjukannanir eru mikilvæg verkfæri stjórnenda og stjórna fyrirtækja og stofnana, til að meta vellíðan fólks i vinnunni undir þeim stjórnarháttum sem eru við lýði og stöðu mannauðsmála á vinnustöðum yfir höfuð. Markmiðið með þeim er að bæta það sem bæta má og tryggja öryggi, vellíðan og starfsánægju starfsmanna á vinnustaðnum. Að auki er þetta mikilvægur vettvangur fyrir starfsmenn til meira
17. júní 2016 kl. 18:33

Mannorðsmorð stjórnenda

Þegar ungir stjórnendur fá sína fyrstu stjórnendastöðu eru þeir að vonum, uppfullir af krafti, eldmóði og óteljandi hugmyndum um hvað og hvernig þeir ætla að gera vinnustaðinn sinn nýja betri og láta menntun sína og þekkingu skila árangri. Mikil spenna ríkir fyrir stöðunni og óreyndir stjórnendur gleyma oftast (sem eðlilegt er)að athuga hvort vinnustaðurinn sem þeir eru að ráða sig til sé meira
9. maí 2016 kl. 21:20

Ertu fyrirmynd?

Það getur verið auðvelt að falla undir pressu múgæsings. Sérstaklega á það við ef viðkomandi er hluti af stórum hópi sem er með afgerandi og jafnvel róttæka skoðun á einhverju tilteknu málefni. Það er gott og gilt og auðveldara undir þeim kringumstæðum að gera svo heldur en ekki. Hins vegar má alveg íhuga hvaða afleiðingar það hefur í för með sér? Um daginn var hringt í mig frá Krakkafréttum RÚV. meira
mynd
31. mars 2016 kl. 17:05

Heiftin á netinu

Það er okkur öllum hollt og nauðsynlegt að setja okkur sjálfum og öðrum mörk. Það gerum við til þess að verja okkur ágangi annarra sem eru til dæmis ekki alveg með sín mörk á hreinu og hafa engann "stoppara"ef svo má að orði komast. Öll höfum við okkar eigin viðhorf og skoðanir sem eru ekki endilega þau sömu og nágrannans sem ætti ekki heldur að skipta máli. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur meira
mynd
29. febrúar 2016 kl. 12:22

Kulnun í starfi (Burn out)

Hugtakið kulnun í starfi hefur almennt ekki verið mikið notað í íslensku tali undanfarin ár en þó er farið að aukast að rætt sé um það að einhver sé útbrunnin í starfi. Margir kannast við að vinna á vinnustöðum þar sem vinnuálag er mikið og mannaforráð af skornum skammti. Hér er hægt að nefna sem dæmi, heilbrigðisstéttir, starfsmenn félagsþjónustu og kennara en þessar stéttir eru skv. rannsóknum í meira
3. febrúar 2016 kl. 14:47

Opin tjáskipti

Vellíðan er mikilvæg í öllum samfélögum og hefur sennilega enn mikilvægari sess í litlum samfélögum þar sem samskiptin eru náin og oft svo snúin. Fólk er stundum í mörgum hlutverkum og hefur mismunandi hagsmuna að gæta hverju sinni. Aðrir þurfa að vera meðvitaðir um í hvaða hlutverki fólk er hverju sinni og virða rétt fólksins til einkalífs þess á milli. Upplifanir fólks á veruleikanum meira
26. nóvember 2015 kl. 17:05

Umræða og ábyrgð!

Umræðan í fjölmiðlum undanfarið hefur verið að mér finnst á mjög neikvæðum nótum undanfarið. Hver umfjöllunin á fætur annarri fjallar um að reyna að afhjúpa einhver mistök eða afglöp jafnvel í starfi sem og að einblína á að finna einhvern sökudólg til að skella skuldinni á. Þessi umræða dregur úr manni þrek og orku.  Þessi fórnarlambsvæðing er að mínu mati að verða svolítið þreytandi. Hvað meira
29. ágúst 2015 kl. 21:38

Eineltismál barna

Umræða um eineltismál barna eru tíð í fjölmiðlum og ber nú á góma þegar skólarnir eru að byrja að nýju eftir sumarfrí. Oftar en ekki snúast þær umræður um meint úrræðaleysi skólayfirvalda til þess að taka á slíkum málum eða einhvers konar getuleysi til þess að leysa þau. Skv. 13.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 eru grunnskólar vinnustaður nemenda og ber því skólayfirvöldum að taka á meira
10. júní 2015 kl. 16:03

Þolendur gerðir ábyrgir

Á árum áður þegar kona varð fyrir kynferðisofbeldi var talið að hún hafi með einhverjum hætti boðið upp á það. Að hún hafi t.d. ögrað gerandanum með hegðun sinni, útliti eða klæðaburði. Þetta sama segja oft barnaníðinga, þ.e. þegar þeir réttlæta brot sitt gagnvart börnum. Dæmi um skýringu væri að barnið sjálft hefði sýnt kynferðislega tilburði. Í mörgum ríkjum heims er þetta enn við lýði og í meira
Hildur Jakobína Gísladóttir

Hildur Jakobína Gísladóttir

Fyrrverandi félagsmálastjóri en rekur í dag ráðgjafafyrirtækið Officium ráðgjöf ehf sem þjónustar á sviði vinnusálfræði, stjórnunar og samskipta með sérhæfingu á vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi.

Meira