c

Pistlar:

7. nóvember 2017 kl. 13:32

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Náttúrulegar leiðir til að bæta svefn

DSC_3222

Flest okkar kannast við svefnvandamál en rannsóknir sýna að hvíld og góður svefn hafi sama vægi fyrir heilsuna eins og heilbrigt mataræði og hreyfing.

Talið er að konur þurfi allt að 20 mín meiri svefn en karlmenn þar sem heilastarfsemi kvenna er virkari yfir daginn.

Svefnleysi hefur áhrif á getu líkamans til að brenna fitu, hefur slæm áhrif á geðheilsuna, eykur streitu, bólgumyndun, sykurlöngun og aðra kvilla. (sjá meira hér)

Það er ýmislegt hægt að gera til að bæta svefninn eins og að deyfa ljósin heima á kvöldin, fara í heitt bað, hlusta á róandi tónlist og minnka raftækjanotkun. Að borða kvöldmat í fyrra fallinu og takmarka sykur, tóbak og áfengi hefur einnig jákvæð áhrif á svefninn.
-

DSC_3212

Hér eru þrjár náttúrúlegar leiðir sem ég notast við fyrir bættan svefn...

Lavender olía

Lavender (Lavandula officinalis) var notuð um miðaldir til að auka kynorku. Var hún þá talin vera jurt sem létti á taugaverkjum og róaði hugann. Lavender hefur slakandi, sefandi og róandi áhrif. Hún er einnig mjög græðandi og sótthreinsandi og því oft notuð í krem þar sem hún  getur einnig róað pirraða húð. Sýna rannsóknir að lavender geti dregið úr streitu og svefnleysi sem og bætt svefn um 20% ef hún er notuð inni í svefnbergi.

Ilmkjarnalampar eru frábærir til að nota í svefnherbergið. Gott húsráð að setja olíuna í úðabrúsa með smá vatni og spreyja yfir svefnhergið. Einnig er hægt að setja nokkra dropa á koddann eða í lófann og anda að sér ilminum nokkrum sinnum fyrir svefn. Svo má setja nokkra dropa af lavender undir iljarnar fyrir svefn eða bæta við útí volgt vatn og drekka. Lavender olían fæst t.d hér frá Forever living products eða í heilsubúðum.
-

Róandi jurtir

Svæfandi og róandi jurtir geta verið mjög góðar gegn svefnleysi og gott þá að drekka jurtate eins og kamillu, vallhumal, hjartafró, humal og lindiblóm. Þessar jurtir sem dæmi innihalda virk efni sem hafa róandi og sefandi áhrif. Burnirótin er íslensk jurt sem getur haft frábær áhrif á svefn þar sem hún eykur slökun og streitulosun, er hægt að lesa meira um burnirótina hér í grein síðustu viku.

Róandi jurtate fást víða og algengt að nota hreint kamillute. Night time frá teatox te sem fæst í Maí verslun þykir mér frábær, það er blanda af rauðrunna, piparmyntu og fleiri róandi jurtum. Night time te frá Pukka fæst víða og inniheldur blöndu af kamillu, lavender, lindiblómi, lakkrísrót og tulsi. Góðar jurtablöndur fyrir svefninn fást einnig m.a hjá Ásdísi grasalækni.
-

Tryptophan

Tryptophan er amínósýra sem má finna í ákveðnum fæðutegundum eins og fisk, byggi, jarðhnetum, sesamfræjum, tahini, hummus, hýðisgrjónum, bönunum, sojavörum, eggjum, kotasælu, osti, kjúkling, granateplum og engifer. Líkaminn umbreytir Tryptophan í B-vítamín sem kallast Niacin. Niacin spilar lykilhlutverk í að skapa serotonine, gleðihormónið og melatónín (svefnhormónið sem stýrir rútínu svefns og vöku). Tryptophan er því náttúrulegt bætiefni sem hefur lengi verið notað til að draga úr svefnleysi sem og þunglyndi, kvíða, hausverkjum og fyrirtíðaspennu. Einnig getur tryptophan hjálpað til við minni sykurlöngun.  Tryptophan nýtist sérstaklega þeim sem eiga erfitt með að sofna því hugurinn er á flugi vegna sterkra róandi áhrifa.

Bætið við Tryptophan ríkri fæðu í mataræðið eða takið inn bætiefnið Tryptophan. Mælt er með að byrja á hálfum skammti af Tryptophan á meðan líkaminn er að venjast því og í kjölfarið finna skammt sem hentar. Gott er að taka Tryptophan hálftíma eða svo fyrir svefn. Ekki er mælt með að nota Tryptophan að staðaldri heldur aðeins þegar líkaminn þarf á því að halda. Tryptophan fæst m.a í verslun Mamma Veit Best.

-
Ég vona að ráðin hjálpi þér að bæta svefninn og heilsuna.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira