Viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is fundaði

Guðmundur Arnar Guðmundsson var með fyrirlestur.
Guðmundur Arnar Guðmundsson var með fyrirlestur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kompaní, Viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is, hélt sinn þriðja morgunverðarfund í dag. Fyrirlesari var Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Nova og fjallaði hann á líflegan og skemmtilegan hátt um það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við vefborða og hvernig maður nær hámarksárangri með slíkum auglýsingum. Auk þess að vera markaðsstjóri Nova kennir hann markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann er fyrrum stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu.

Guðmundur er hagfræðingur að mennt, með MBA í markaðsfræðum og víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja.  Áður hefur Guðmundur starfað sem markaðsstjóri WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Eins og sést á myndunum mætti fjölmenni til að hlusta á Guðmund Arnar. Fyrir þá sem ekki þekkja Kompaní þá er það Viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is sem sameinar starfandi fólk á Íslandi.  Þetta er vettvangur til að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu þar sem hægt er að hlýða á fræðslufundi og fyrirlestra, fylgjast með nýjungum og læra af reynslu annarra sem þekkja hvað það er að reka fyrirtæki á Íslandi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Nova var með fyrirlestur.
Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Nova var með fyrirlestur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál