Fögnuðu framúrskarandi fyrirtækjum

Ljósmynd/Anton Brink

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í síðdegis í gær fyrir rekstrarárið 2014, að viðstöddum Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. 682 fyrirtæki teljast framúrskarandi eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi.

Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað verulega en Creditinfo hefur birt lista framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2010 en þá voru einungis 178 félög á listanum. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands

Samherji er efstur á lista framúrskarandi fyrirtækja líkt og síðustu fjögur ár. Á eftir fylgja Norðurál, Icelandair Group, Össur og Stálskip. Fjármálaráðherra afhenti fyrirtækjunum Kjarnepli, LS Retail og Högum sérstök verðlaun. Kjarnepli fékk viðurkenningu fyrir að vera yngsta fyrirtækið á listanum en það var stofnað í september 2012, Hagar fyrir það að vera efst á lista yfir þau fyrirtæki sem koma ný inn í ár en félagið er í níunda sæti á listanum og LS Retail fékk viðurkenningu fyrir að færast upp um flest sæti á milli ára eða um 387 sæti, félagið er nú í 69. sæti á listanum. Ennfremur fengu um eitt hundrað fyrirtæki sem hafa verið á listanum frá upphafi sérstaka gullvottun. 

Ljósmynd/Anton Brink
Leifur Dagfinnson á spjalli við Bergþóru Guðnadóttur og Jóel Pálsson.
Leifur Dagfinnson á spjalli við Bergþóru Guðnadóttur og Jóel Pálsson. Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
Ljósmynd/Anton Brink
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál