Jóhanna og Arnar Gauti dansandi glöð

Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti.
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti. mbl.is/Freyja Gylfa

Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson létu sig sko ekki vanta þegar Íslenski dansflokkurinn frumsýndi Persónu, einstak og persónulegt danskvöld. Á danskvöldinu voru frumsýnd tvö verk eftir þrjá íslenska danshöfunda. 

Neon eftir Hannes Þór Egilsson sem hóf æfingaferlið með algjörlega óskrifað blað og samdi allar hreyfingar verksins í viðurvist dansaranna. Með eigin dansarabakgrunn að leiðarljósi leitar Hannes eftir hreyfingum og samsetningu sem eru bæði örvandi og skemmtileg fyrir augu og eyru. Hvert einasta spor í verkinu hefur verið vandlega valið og er útkoman spennandi dansstíll sem hann hyggst þróa enn meira í framtíðinni.

What a feeling eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur en þar leita þær nýrra leiða við að skapa dans. Þær vilja draga fram dansarann sem einstakling og hafa því í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins skapað uppáhalds sólódans hvers og eins. Sólódans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara fyrir sig.

Hannes Þór Egilsson útskrifaðist frá London Contemporary Dance School árið 2006 (BA með láði) og var fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum næstu 7 árin. Síðastliðin þrjú ár hefur hann tekið að sér einstök verkefni hjá dansflokknum, sinnt kennslu og unnið hjá Borgarleikhúsinu (þ.á.m. í tengslum við Billy Elliot). Hannes vann um tíma með listahópi Kristjáns Ingimarssonar og var meðal annars í stórsýningunni BLAM! sem hefur farið sigurför um heiminn. Nýlegasta verkefni Hannesar er sýningin Óður og Flexa halda afmæli sem dansflokkurinn frumsýndi í lok janúar en Hannes fór þar með annað titilhlutverkanna ásamt því að vera annar tveggja höfunda sýningarinnar.

Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir hafa verið vinir síðan þær muna eftir sér og unnið saman undir nafninu Samsuðan & co síðan 2005. Í leit að nýjum aðferðum við að skapa dans hefur stefna Samsuðunnar & co. þróast og breyst en fyrir hvert verkefni hafa þær boðið til sín ólíkum listamönnum. Þær leggja áherslu á að skapa aðstæður þar sem að listamennirnir geta deilt hugmynda- og aðferðafræðum sínum og saman kannað áður óþekkt svæði. Saman hafa þær skapað verkin Kólnandi Kaffi, Hundaheppni, Grease the Deleted Scenes og What a Feeling. Hvor um sig vinna þær að danslistinni sitt hvoru megin Atlandshafsins. Halla er búsett í Stokkhólmi og starfar sem danshöfundur og dansari víða um Evrópu við góðan orðstír. Hún hlaut t.a.m. Prix Jardin d’Europe á Impulz Tanz hátíðinni 2013. Lovísa er Grímuverðlaunahafi sem hefur tekið þátt í velflestum uppfærslum Íslenska dansflokksins síðan 2005 en einnig starfað í sjálfstæða geiranum sem danshöfundur og dansari.

Ása Richardsdóttir og Guðrún Bachmann.
Ása Richardsdóttir og Guðrún Bachmann. mbl.is/Freyja Gylfa
Þórdís Ómarsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Guðbjörg Pálmadóttir.
Þórdís Ómarsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Guðbjörg Pálmadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Þóra Margrét Pálsdóttir og Lara Valgerður Kristjánsdóttir.
Þóra Margrét Pálsdóttir og Lara Valgerður Kristjánsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Guðmundur Arnar Sigurðsson og Einar Sigurðsson.
Guðmundur Arnar Sigurðsson og Einar Sigurðsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Gerður Marín Gísladóttir og Þormar Jón Ómarsson.
Gerður Marín Gísladóttir og Þormar Jón Ómarsson. mbl.is/Freyja Gylfa
ónína Kristín Ármannsdóttir, Sandra Kjartansdóttir og Beta Gagga.
ónína Kristín Ármannsdóttir, Sandra Kjartansdóttir og Beta Gagga. mbl.is/Freyja Gylfa
Jóhanna Jónas og Jónas Sen.
Jóhanna Jónas og Jónas Sen. mbl.is/Freyja Gylfa
Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir.
Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Sveinn Kjartansson og Viðar Eggertsson.
Sveinn Kjartansson og Viðar Eggertsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Guðni Kristinsson og Reynir Þór Eggertsson.
Guðni Kristinsson og Reynir Þór Eggertsson. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál