„Ætlum að bjóða gestum og gangandi upp á létta förðun“

Bergþóra Þórsdóttir og Ásgeir Hjartarson.
Bergþóra Þórsdóttir og Ásgeir Hjartarson.

„Við ætlum að vera á annarri hæð í Kringlunni, fyrir framan Augað og Joe Boxer, klukkan 16:00 – 21:00 á morgun að kynna skólann,“ segir Ásgeir Hjart­ar­son, annar skólastjóri Mask Makeup & Air­brush Aca­demy. Hann mun sjá um að kynna förðunarskólann ásamt Bergþóru Þórsdóttur skólastjóra og Haffa Haff.

„Við verðum á staðnum að svara spurningum varðandi skólann, gefa ráð og bjóða upp á förðun fyrir þá sem vilja. Svo má ekki gleyma sérstaka gestinum okkar, Miss Gloria Hole (Hjálmar Sveinbjörnsson) sem ætlar að vera með okkur og ausa úr sínum viskubrunni varðandi tísku og förðun.“

„Við verðum með „pro makeup station“ með okkur og ætlum að bjóða gestum og gangandi upp á létta förðun ásamt því að kynnast vörunum frá Makeup Forever Professional Paris,“ segir Ásgeir sem er þessa stundina að taka inn vörur frá Makeup Forever. „Þeir eru að gera gríðarlega spennandi hluti innan förðunarheimsins og bjóða upp á einstaka vöru bæði fyrir förðunarfræðinga og skóla. Þeir nota nýjustu tækni til að framleiða vörurnar sínar og Ultra HD Invisible Cover-farðinn þeirra hefur sannað það, hann hefur slegið öll met í heiminum og sópað til sín verðlaunum.“

„Við munum einnig taka á móti skráningum í skólann á staðnum,“ segir Ásgeir að lokum. 

Þeir nemendur sem stunda nám í skólanum á haustönn munu …
Þeir nemendur sem stunda nám í skólanum á haustönn munu fá að læra með Makeup Forever-vörunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál